fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Látinn laus eftir 35 ára fangelsisdvöl alsaklaus

Pressan
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 22:30

Louis Wright og systir hans, Darlene Hall. Mynd:Cooley Law School Innocence Project

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis Wright, sem nú er 65 ára, var fyrr í mánuðinum látinn laus úr fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum eftir að DNA-rannsókn leiddi í ljós að hann var ekki maðurinn sem beitti 11 ára stúlku kynferðislegu ofbeldi árið 1988.

Sky News segir að athygli lögreglunnar hafi beinst að Wright vegna þess að lögreglumaður, sem var á frívakt, sagðist hafa séð hann í hverfinu, þar sem ofbeldisverkið átti sér stað, fimm klukkustundum áður en ráðist var á stúlkuna.

Lögreglan handtók Wright og hélt því fram að hann hefði játað en yfirheyrslan yfir honum var ekki hljóðrituð og hann skrifaði ekki undir játningu að sögn the Cooley Law School Innocence Project, sem annaðist málareksturinn nú fyrir Wright.

Lögreglan notaðist ekki við sakbendingu og fórnarlambið var ekki beðið um að bera kennsl á Wright.

Að lokum var Wright dæmdur í 25 til 50 ára fangelsi.

Saksóknarar féllust fljótt á að greiða honum 1,75 milljónir dollara í bætur vegna málsins og samþykkti dómari samninginn í síðustu viku.

Wright sagði í samtali við AP-fréttastofuna að hann muni líklega nota  hluta af peningunum til að kaupa hús og bíl fyrir systur sína, Darlene Hall.

Lögmaður hans, Wolf Mueller, sagði í yfirlýsingu að ekkert geti bætt Wright það að sitja saklaus í fangelsi í 35 ár. Bæturnar séu fyrsta skrefið til að hjálpa honum að eignast líf á nýjan leik, 65 ára að aldri.

Allt frá 2008 átti Wright möguleika á að fá reynslulausn en hann neitaði að sitja námskeið fyrir kynferðisbrotamenn, sem var algjört skilyrði fyrir reynslulausn, og var því í fangelsi þar til hann var látinn laus eftir að niðurstaða DNA-rannsóknarinnar lá fyrir.

Mueller sagði að það hafi kostað Wright nokkur ár í fangelsi að standa fast á sínu og neita að sitja námskeið fyrir kynferðisbrotamenn. „Það eru ekki margir sem myndu gera það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni