Vegna þessarar staðreyndar, að vatn þurfi til að líf geti þrifist, þá hafa sérfræðingar beint sjónum sínum að því að finna fjarplánetur þar sem höf geta verið. Fljótandi vatn getur verið á yfirborði pláneta þar sem hitinn frá sól þeirra heldur því fljótandi en ekki frosnu. En vatn getur einnig verið undir yfirborði pláneta þar sem hiti frá plánetunni sjálfri getur haldið því fljótandi.
Í nýrri rannsókn báru vísindamenn NASA kennsl á 17 fjarplánetur þar sem fljótandi vatn gæti leynst undir ísilögðu yfirborðinu. Þessar plánetur, sem líkjast ístunglum Júpíters mikið, gætu því verið vænlegar fyrir leit að merkjum um líf.
Ekki er vitað með vissu hvernig þessar plánetur eru samsettar en mat á yfirborðshita þeirra í fyrri rannsóknum bendir til að þær séu mun kaldari en jörðin.
Í rannsókninni var byggt á þeirri vitneskju sem við höfum um hveri á Evrópu og Enceladusi, sem eru tvö af tunglum Júpíters.
Tvær af fjarplánetunum, sem eru nefndar í rannsókninni, eru sagðar vera sérstaklega lofandi hvað varðar að vera með fljótandi höf. Þetta eru Proxima Centauri b og LHS1140b.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal að sögn Space.com.