fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

NASA fann 17 plánetur sem eru hugsanlega með höf – Líf gæti þrifist þar

Pressan
Mánudaginn 15. janúar 2024 16:30

Teikning frá NASA af hvernig fjarlægt sólkerfi lítur hugsanlega út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri rannsókn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA tókst að bera kennsl á 17 fjarplánetur þar sem aðstæður eru hugsanlega þannig að fljótandi höf geta leynst undir íshellunni. Þessar plánetur gætu verið góðir kandídatar þegar kemur að því að leita að lífi utan jarðarinnar. Ástæðan er að eftir því sem við best vitum þá getur líf ekki þrifist án vatns.

Vegna þessarar staðreyndar, að vatn þurfi til að líf geti þrifist, þá hafa sérfræðingar beint sjónum sínum að því að finna fjarplánetur þar sem höf geta verið. Fljótandi vatn getur verið á yfirborði pláneta þar sem hitinn frá sól þeirra heldur því fljótandi en ekki frosnu. En vatn getur einnig verið undir yfirborði pláneta þar sem hiti frá plánetunni sjálfri getur haldið því fljótandi.

Í nýrri rannsókn báru vísindamenn NASA kennsl á 17 fjarplánetur þar sem fljótandi vatn gæti leynst undir ísilögðu yfirborðinu. Þessar plánetur, sem líkjast ístunglum Júpíters mikið, gætu því verið vænlegar fyrir leit að merkjum um líf.

Ekki er vitað með vissu hvernig þessar plánetur eru samsettar en mat á yfirborðshita þeirra í fyrri rannsóknum bendir til að þær séu mun kaldari en jörðin.

Í rannsókninni var byggt á þeirri vitneskju sem við höfum um hveri á Evrópu og Enceladusi, sem eru tvö af tunglum Júpíters.

Tvær af fjarplánetunum, sem eru nefndar í rannsókninni, eru sagðar vera sérstaklega lofandi hvað varðar að vera með fljótandi höf. Þetta eru Proxima Centauri b og LHS1140b.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal að sögn Space.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn