Kínverska geimferðastofnunin skaut tveimur gervihnöttum á braut um jörðina á jóladag. Var þeim skotið frá Xichang gervihnattaskotstöðinni í Sichuan-héraðinu. Það var Long March 3B eldflaug sem bar þá upp á braut um jörðina. Gervihnettirnir eru hluti af Beidou kerfinu en því má líkja við hið velþekktt GPS-kerfi.
Gervihnettirnir komust heilir á braut um jörðina en hliðarhreyflar geimflaugarinnar hröpuðu til jarðar og lentu í Guangxi-héraðinu að sögn SpaceNews.com.
Blaðamaðurinn Andrew Jones birti myndband á X af því þegar annar hreyfillinn lenti í skógi. Sést að sprenging á sér stað. Fregnir bárust síðan af því að hinn hreyfillinn hefði lent nærri húsi einu.
Heads up: it's been a while, but this kind of falling booster action was a feature of the Long March 3B launches of Beidou satellites from Xichang. https://t.co/rRM0mQ2g0p https://t.co/UnFXaoGgC4 pic.twitter.com/7XkRCTFLaW
— Andrew Jones (@AJ_FI) December 26, 2023
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hreyflar tengdir Beidou verkefninu hröpuðu niður á byggt svæði. Fyrir fjórum árum hrapaði einn niður og eyðilagði hús.
Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir að láta hina risastóru Long March 5 geimflaug hrapa til jarðar með þeim afleiðingum að geimrusl fór á braut um jörðina.
Skotsvæði Kínverja er inni í landi en hjá flestum öðrum er það úti við sjávarsíðuna sem gerir að verkum að hægt er að láta brak lenda í sjónum en ekki á landi. Kínverjar vara almenning við áður en geimskot eiga sér stað og láta fólk jafnvel rýma ákveðin svæði vegna hættu á að brak falli til jarðar.