fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Kona raðmorðingja dæmd í fangelsi fyrir aðild að þremur morðum

Pressan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 08:30

Hér bjuggu hjónin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurlút og með augun lokuð hlýddi Monique Olivier, 75 ára, á þegar dómur var kveðinn upp yfir henni af frönskum dómara í síðustu viku. Hún var dæmd í að minnsta kosti 20 ára fangelsi fyrir aðild að þremur morðum sem maður hennar, raðmorðinginn og barnaníðingurinn Michel Fourniret, framdi.

Ekki var að sjá að dómurinn hefði mikil áhrif á Monique en um ævilangan dóm er að ræða vegna alvarleika brotanna. Hún getur sótt um reynslulausn eftir 20 ár. Miðað við að hún er orðin 75 ára má reikna með að hún muni dvelja í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Þess utan afplánar hún nú þegar dóm fyrir aðild að öðrum morðum sem Michel var fundinn sekur um.

Dómarinn, Didier Safar, fann hana seka um að hafa tekið þátt í frelsissviptingu og morðum á Joanna Parrish, 20 ára, Marie Angele Domece, 18 ára, og Estelle Mouzin, 9 ára. Lík Estelle hefur ekki fundist.

Michel, sem nú er látinn, játaði að hafa myrt ellefu stúlkur og konur en lögreglan telur að fórnarlömb hans hafi verið mun fleiri, allt að 25.

Michel lést í fangelsi árið 2021, áður en hægt var að kveða upp dóm yfir honum vegna málanna sem Monique var dæmd fyrir í síðustu viku. Þau voru framin á árunum 1988 til 2003.

Monique aðstoðaði Michel við morðin. Hún sannfærði fórnarlömbin um að það væri óhætt að setjast upp í bíl með Michel. Sluppu fórnarlömbin ekki lifandi úr klóm Michel. Michel nauðgaði flestum fórnarlömbunum áður en hann skaut þau, kyrkti eða stakk til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys