fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Leynileg flugvél Kínverja kom 6 óþekktum hlutum á braut um jörðina – Sumir þeirra senda merki frá sér

Pressan
Sunnudaginn 7. janúar 2024 07:30

Hverju komu Kínverjar fyrir á braut um jörðina? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur dögum eftir að hinni leynilegu Shenlong geimflugvél Kínverja var skotið á loft í desember kom hún 6 óþekktum hlutum á braut um jörðina. Virðist sem sumir þeirra sendi frá sér merki.

Live Science segir að áhugamenn um geimferðir hafi fylgst með ferðum Shenlong og hlutanna, sem var komið á braut um jörðina,  og hafi numið sendingar frá sumum þeirra.

Hlutirnir hafa fengið heitin A, B, C, D, E og F. Scott Tilley, áhugamaður um geimferðir, sagði í samtali við Live Science að svo virðist sem hlutur A sendi frá sér merki sem minna á merki sem Shenlong hefur sent frá sér í fyrri ferðum sínum út í geim.

Þetta var þriðja ferð Shenglon út í geiminn en áður fór vélin þangað í september 2020 og ágúst 2022. Í þessum ferðum voru litli hlutir settir á braut um jörðina en ekki er vitað hvaða tilgangi þeir þjóna.

Í grein í SpaceNews í nóvember 2022 kom fram að þessir hlutir væru hugsanlega litlir gervihnettir eða hluti af einhverri tilraun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana