fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Typpamynd á meðal þess sem hrífur augað í vinsælli fasteignaauglýsingu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaauglýsingar eru alla jafna smellvænt vefefni, margir leita sér að nýju heimili, aðrir leita sér hugmynda að breytingum heima fyrir og enn aðrir vilja sjá hvernig fræga fólkið býr.

Ein mest skoðaða fasteignaauglýsing í Ástralíu árið 2023 var vegna niðurnídds einbýlishúss þar sem lítið var gert til að breiða yfir ástand hússins. Mögulega hefur staðið í auglýsingunni „tilvalið fyrir laghenta„ því augljóst er að nýr eigandi þurfti svo sannarlega að taka til hendinni. Fasteignasalar lýstu fimm svefnherbergja heimilinu við 70 Henty Highway, í smábænum Beulah sem „það sem þú sérð er það sem þú færð“. Í bænum búa um 300 manns.

Á myndum af húsinu má sjá eigur fyrrverandi íbúanna á stofugólfinu, búið er að rífa baðkarið út af baðherberginu og þar eru hrúgur af rusli. Eldhúsið býður upp á breytingar þar sem einn veggurinn er hruninn og vaskurinn og borðplöturnar fullar af diskum, matarleifum og rusli. Termítar höfðu sést á heimilinu og búið var að loka fyrir rafmagnið.

En það voru listaverk fyrri eigenda sem fönguðu helst augað: typpamynd, broskall og orðið „GAY“ voru máluð á veggi stofunnar og fimmstjarna yfir arninum. „Er þetta ódýrasta húsið í Victoria?“ sagði í lýsingunni.

„Þessi eign býður upp á verulegar endurbætur og þegar þú hefur fyllt fjölmargar tunnur af rusli þá ertu með auðan striga sem þú getur breytt í hvað sem þú vilt. Vatnið er tengt, rafmagnið hefur verið aftengt. Já hér hafa sést hvítir maurar, nei það hafa engin tilboð verið sótt í að þrífa húsið og við vitum ekki hvaða leiga fæst fyrir það þegar búið er að gera húsið upp,“ sagði enn fremur í auglýsingunni og voru áhugasamir kaupendur hvattir til að skoða eignina áður en þeir gerðu upp hug sinn.

Skráningin var eigi að síður vinsæl og um 29 þúsund smelltu á hana. Heimilið var síðan selt á 55 þúsund dali í júní, en meðalverð fjölskylduheimilis í Victoria mun vera 1,24 milljónir dala, þannig að eignin hefur fengist á spottprís þó að nýs eiganda bíði ærið verkefni að koma húsinu í boðlegt ástand.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn