Tveir liðsmenn samtakanna, Omar al-Mowahed og Seif-Allah al-Mujahed, komu til minningarathafnar um íranska herforingjann Quassem Soleimani sem var drepinn af Bandaríkjamönnum árið 2020.
Athöfnin fór fram í Kerman en þegar mennirnir voru komnir inn í miðja mannmergðina sprengdu þeir sig í loft upp með tilheyrandi manntjóni. Í fyrstu var óvíst hver bær ábyrgð á voðaverkinu en ISIS lýstu loks yfir ábyrgð í gær.
ISIS-samtökin hafa ekki látið mikið fyrir sér fara eftir að misst megnið af yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Samtökin eru þó ekki dauð úr öllum æðum eins og árásin í vikunni sýnir.