fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Lögsækir tannlækni frá helvíti – Framkvæmdi 32 aðgerðir í sömu heimsókn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur hefur lögsótt tannlækni eftir að hafa fengið fjórar rótarviðgerðir, átta krónur og 20 fyllingar í einni heimsókn árið 2020. Konan segist hafa fundið fyrir miklum sársauka og verið afmynduð eftir aðgerðina, og fer hún fram á að lágmarki 50 þúsund dollara í skaðabætur.

Þann 21. desember höfðaði Kathleen Wilson mál fyrir héraðsdómi í Minnesota þar sem hún sagði að Dr. Kevin Molldrem hefði veitt henni sársaukafulla meðferð af gáleysi í júlí 2020. Wilson heldur því fram að Molldrem hafi framkvæmt 32 aðgerðir á 28 tönnum í einu og sömu heimsókninni, þar á meðal fjórar rótarskurðaðgerðir, átta tannkrónur og 20 fyllingar.

Í málsókninni segir Wilson að hún hafi orðið fyrir verulegum áverkum vegna aðgerðanna og þurfi enn að þola sársauka og þjáningu, tilfinningalega vanlíðan og afmyndanir sem séu bein afleiðing af vanrækslu Dr. Molldrem. Tannlæknirinn hefur ekki svarað ásökunum og ekki lagt fram greinargerð fyrir dómstólnum.

Í máli Wilson kemur fram að lögmaður hennar hafi ráðið Dr. Avrum Goldstein sem sérfræðivitni til að aðstoða hann við málið. Goldstein, sem starfar nú við kennaradeild Touro College of Dental Medicine, fór yfir tannlæknaskýrslur Wilsons og lagði fram niðurstöður sínar, sem Weimer lagði fyrir dómstólinn. Í skýrslu sinni samþykkti Goldstein þá greiningu Molldrem að nánast hver einasta tönn hennar væri með skemmdum í. Goldstein taldi að tilraun Molldrems til að gera við allar tennur hennar í einni heimsókn væri eitthvað sem væri ómögulegt að uppfylla og að ætla að gera við 28 tennur í einni heimsókn væri ómögulegt ef gera ætti slíkt með ásættanlegum hætti.  Goldstein heldur því einnig fram að magn svæfingarinnar sem Molldrem gaf Wilson hafi verið umfram það sem öruggt gæti talist. Hann heldur því einnig fram að Molldrem hafi falsað skrárnar með tilliti til þess hversu mikla svæfingu hann veitti henni og að Wilson hafi verið heppin að upplifa engar aukaverkanir.

Goldstein komst að þeirri niðurstöðu að ef fjarlægja þyrfti tennur Wilsons og setja ígræðslur í staðinn, þá muni öll vinnan sem búið er að vinna og allur kostnaðurinn í tengslum við hana hafa verið til einskis. Molldrem er enginn nýgræðingur í tannlæknastólnum, heldur hefur hann starfað sem tannlæknir í yfir 20 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær