fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Wagner-hópurinn fór nýstárlega leið til að sækja nýja meðlimi – „Hættið að fróa ykkur og komið á víglínuna“

Pressan
Fimmtudaginn 16. mars 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wagner-hópurinn hefur komið mikið við sögu í stríðinu í Úkraínu en hann berst við hlið rússneska hersins. Þetta er rússneskur málaliðahópur í eigu Yevgeny Prigozhin, sem hefur oft verið nefndur „Kokkur-Pútíns“. Hafa rússnesk yfirvöld notað hópinn víða um heim í gegnum árin þegar þau hafa viljað ná einhverjum markmiðum sem þjóna hagsmunum Rússa. Er hópurinn orðlagður fyrir grimmd og miskunnarleysi og aftökur og nauðganir.

Nýlega reyndi hópurinn að auglýsa eftir nýjum málaliðum í gegnum klámsíðuna Pornhub, en þar voru menn hvattir til að „hætta að fróa“ sér og koma heldur á fremstu víglínu.

Pornhub hefur þó líklega ekki litist á þessa auglýsingu því hún var fljótlega tekin þaðan úr birtingu.

Kyiv Post greinir frá málinu en þar segir að í auglýsinguni hafi verið sagt: „Við erum fokking besta einkarekna málaliðafyrirtækið í heiminum, hættið að fróa ykkur og komið á víglínuna.“

Annar texti sem hafi einnig verið birtur hafi hvatt menn til að taka sér „hinn hólkinn í hönd“ og er þar vísað til þess að menn ættu að leggja frá sér hólkinn sem er limur þeirra og taka frekar upp byssuhólk.

Kokkur-PútínsPrigozhin, sagði nýlega að hann ætli að umbreyta ímynd Wagner-hópsins og koma honum á framfæri sem herliði með hugsjónir. Hann virðist vera aðdáandi þess að nota nýstárlegar aðferðir til að afla sér nýrra málaliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari