fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Covid-19 er núna ein algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum

Pressan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 09:28

Móðir tekur COVID-sýni úr barni sínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid-19 er nú áttunda algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt á mánudaginn.

CNN segir að börn séu síður líkleg til að deyja af völdum COVID-19 en nokkur annar aldurshópur. Innan við 1% dauðsfalla, af völdum COVID-19, hafa frá upphafi heimsfaraldursins orðið hjá börnum yngri en 18 ára miðað við gögn bandarískra heilbrigðisyfirvalda.

Þegar litið er á heildarmyndina, þar sem allir aldurshópar eru teknir með, er COVID-19 þriðja algengasta dánarorsökin.

CNN segir að höfundar rannsóknarinnar segi að það sé sjaldgæft að börn deyi og eru þá allar dánarorsakir teknar með í reikninginn. Það sé því best að átta sig á samhenginu með því að líta á aðrar ástæður fyrir dauðsföllum barna.

Dr Sean O‘Leary, formaður smitsjúkdómanefndar bandarísku barnalæknasamtakanna, sagði að almennt sé óalgengt að börn látist. Vitað sé að COVID-19 leggist verst á elstu aldurshópanna og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi og að sjúkdómurinn sé ekki eins alvarlegur hjá börnum. Það þýði þó ekki að þetta sé hættulaus sjúkdómur hjá börnum. „Bara af því að tölurnar eru svo miklu lægri hjá börnum þýðir ekki að þetta hafi ekki áhrif,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“