fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ætluðu að verja næstu þremur árunum á skemmtiferðaskipi – Eru nú 11 milljónum fátækari og draumurinn orðinn að martröð

Pressan
Laugardaginn 30. desember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískt par ætlaði heldur betur að njóta lífsins þegar þau bókuðu sér langt ferðalag með skemmtiferðaskipi. Herlegheitin kostuðu um 11 milljónir og átti ferðin að vara næstu þrjú árin. Þetta yrði lífsreynsla sem þau myndu aldrei gleyma. Og sú varð raunin, en ekki fyrir þær ástæður sem þau héldu.

„Þau teymdu okkur á asnaeyrunum, létu okkur halda í vonina þar til á síðustu stundu, bara örfáum dögum áður en við áttum að halda í hann,“ sagði Kara Youssef í samtali við New York Times, en hún og eiginmaður hennar, Joe, eru nú strönduð í Tyrklandi og eiga á hættu að verða heimilislaus, fái þau ekki ferðina endurgreidda.

„Við seldum allt sem við áttum til að láta þennan draum rætast. Við erum gjörsamlega buguð,“ bætti hún raunamædd við, en ferðin var afbókuð en þau fá engin svör um hvenær þau eiga von á endurgreiðslu.

Skemmtiferðaskipið MV Gemini átti að sigla um allan heiminn á þessum þremur árum og var farþegum lofað ógleymanlegri lífsreynslu. Opnað var fyrir bókanir ímars og réði heimasíða siglingarinnar varla við eftirspurnina. Þegar líða fór að brottfarardegi vöknuðu þó þær áhyggjur að skipið væri ekki fullnægjandi búið fyrir svona langa ferð, og það þrátt fyrir að hafa gengist undir endurbætur fyrir um 1,4 milljarð.

Svo bættist við að þó svo skipið réði við lengd ferðarinnar þá hentaði það ekki til að sigla um öll úthöfin. Mennirnir að baki ferðinni fóru svo að deila innbyrðis um skiptingu ágóðans og endaði það með að annar þeirra sagði sig frá verkefninu í sumar. Munu deilurnar hafa snúist um hver fengi að titla sig kaptein verkefnisins. Þegar ekki fékk lausn í málið var þó enginn til í að gefa undan sem þýddi að í raun var verkefnið dautt. Á sama tíma voru farþegar þó fullvissaðir um að ekkert væri ferðinni til fyrirstöðu.

Fargjaldið var rándýrt og höfðu Kara og Joe þegar greitt 11 milljóna innborgun. Þau voru fullvissuð um að allar greiðslur væru geymdar með öruggum hætti, nokkuð sem reyndist ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Nú er ljóst að ekkert verður af ferðinni, en Kara og Joe vissu það ekki fyrr en þau voru mætt með allt sitt til Tyrklands. Þar sitja þau nú föst, nema þau fái endurgreitt, en það eina sem þeim hefur verið boðið er að skrifa undir samning þegar sem þeim yrði endurgreitt í áföngum. Þau gerðu það með semingi en ekkert varð úr efndum nú í byrjun desember, en aðeins hluti farþega fékk fyrsta hluta endurgreiðslunnar.

Annar farþegi sagði við New York Times að hún sé hreinlega búin að afskrifa peninginn.

„Ég hef ekkert fengið, en ég reiknaði svo sem ekki með því. Ég giska að þetta fyrirtæki sé að fara í þrot eða í endurskipulagningu og að ég muni aldrei sjá krónu af því sem ég hafði borgað inn á ferðina aftur.“

Engu að síður virðast skipuleggjendur ferðarinnar ætla að halda sínu striki og hafa auglýst nýjan brottfarardag – nóvember 2024. Þá er spurning hvort að Kara og Joe þurfi að bíða í ár í Tyrklandi eftir ferðinni sinni, eða hvort þau fái loks peningana sína til baka.

New York Post greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana