Í síðustu viku tilkynnti lögreglan síðan að búið sé að bera kennsl á líkamsleifarnar með því að nota allra nýjustu DNA-tækni.
Reyndust líkamsleifarnar vera af Logan Bowman sem hvarf fyrir rúmum 20 árum. Hann var þá fimm ára.
Lögreglan fékk einkafyrirtækið Othram, sem sérhæfir sig í réttarmeinafræðilegum ættrannsóknum, til að aðstoða sig við lausn málsins. Tóks sérfræðingum fyrirtækisins að skapa fullkominn „DNA-prófíl“. Á grundvelli hans var hægt að bera DNA úr Logan saman við DNA úr ættingjum hans og þannig staðfesta að líkamsleifarnar væru af honum.
Þær fundust í ruslatunnu. Þar var einnig svefnpoki, Bangsímonteppi og efnisbútur. Þetta hafði verið lengi í ruslatunnunni að sögn lögreglunnar.
Móðir Logan, Cynthia Davis, og þáverandi unnusti hennar, Dennis Schermerhorn, voru handtekin skömmu eftir hvarf Logan árið 2003.
Cynthia játaði að farið illa með Logan og að hafa orðið honum að bana. Hún var dæmd í 50 ára fangelsi.
Dennis var dæmdur í eins árs fangelsi.