fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Þau voru 26 á aldrinum fimm til 14 ára – Rænd og grafin lifandi – „Þú gefst ekki upp. Þú heldur áfram að grafa“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. desember 2023 22:30

26 börn og bílstjóra skólarútu þeirra var rænt af vopnuðum mönnum á heimleið úr skólasundferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. júlí 1976 rændu þrír karlmenn á tvítugsaldri skólarútu með 26 skólabörnum innanborðs, en börnin voru á leið heim til sín eftir sundferð í Chowchilla í Kaliforníu. Mennirnir, kröfðust fimm milljón dala í lausnargjald. Óku þeir um með börnin í 11 klukkustundir áður en þeir neyddu ökumanninn, Ed Ray, og börnin sem voru á aldrinum fimm til 14 ára til að klifra niður stiga í gegnum holu í jörðinni inn í sendiferðabíl sem þremenningarnir höfðu grafið í grjótnámu.

Í bílnum var smávegis af mat og vatni og nokkrar dýnur. Mannræningjarnir drógu síðan stigann upp, lokuðu gatinu og skildu gísla sína eftir lifandi grafna á rúmlega 20 fermetra svæði í sextán skelfilegar klukkustundir. Börnin og bílstjórinn komust hins vegar á undraverðan hátt úr prísund sinni, þökk sé hetjuskap hins 14 ára gamla Michael Marshall, sem var elstur barnanna.

Michael Marshall 14 ára

„Ég hugsaði með mér: „Ef okkur er ætlað að deyja, þá munum við deyja við að reyna að losna héðan,“ rifjar Marshall upp í heimildarmyndinni Chowchilla eftir CNN Films og Max, sem kom út 3. desember.

Marshall bauð óttanum byrginn, staflaði dýnum upp og náði þannig upp í þak sendiferðabílsins og hófst handa við að reyna að opna holuna sem börnin og bílstjórinn skriðu niður um. Mannræningjarnir höfðu sett járn og fleira ofan á gatið til að varna útgöngu. Marshall og bílstjórinn Ray náðu að spenna upp opið og fjarlægja draslið sem varnaði útgöngu, síðan mokuðu þeir þar til leiðin var greið og gíslarnir komust allir út meðan mannræningjarnir sváfu.

Bíllinn sem börnin máttu dúsa í í 16 klukkustundir

Marshall segir að hann hafi aldrei getað sagt blaðamönnum frá aðstæðunum barnanna og hlutverki hans í flóttanum, einfaldlega vegna þess að skólastjóri skóla hans greip alltaf inn í þegar ræða átti við hann.

„Svo kom skólastjórinn, LeRoy Tatum alltaf og sagði: „Af hverju gefum við þeim ekki bara frí. Leyfum þeim að fara heim og hvíla sig. Þannig að við fórum alltaf. Þetta var tækifæri mitt til að segja heiminum hvað gerðist, hvernig við sluppum. Og ég gerði það ekki, fullorðna fólkið sagði alltaf frá.“

Marshall segir mannránið hafa haft mikil áhrif á sig næstu árin á eftir. „Fyrir mannránið var ég svo jákvæður og sá framtíð mína fyrir mér. Eftir mannránið var bara ekkert,“ segir Marshall sem var farinn að drekka sig ofurölvi öll kvöld þegar hann var orðinn 19-20 ára, einfaldlega til að gleyma. „Ég vildi bara ekki muna neitt um mannránið. Ég var að drekka og neyta efna, sem hjálpaði, þar til það hjálpaði ekki lengur, þetta var orðin algjör klikkun.“

Marshall í dag

Tjáðu sig í viðtali við People árið 2015

Mannræningjarnir voru handteknir viku eftir flótta barnanna, borin voru kennsl á þá sem Frederick Newhall Woods, 24 ára, og bræðurna James, 24 ára, og Richard Schoenfeld, 22 ára, og vakti málið athygli um öll Bandaríkin og olli hneykslun meðal margra. Woods tilheyrði þekktri fjölskyldu í Kaliforníu og faðir Schoenfelds var vel metinn fótalæknir í Bay Area. Ástæða mannránsins var að sögn þremenninga sú að þeir höfðu orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna fasteignaviðskipta og voru skuldum vafnir.

Mennirnir höfðu skipulagt mannránið í meira en ár, rakið leið skolabílsins, breytt bílunum sem þeir notuðu við mannránið, búið til neðanjarðarbyrgið og jafnvel smíðað blýkassa til að setja lausnargjaldið í.

„Við þurftum mörg fórnarlömb til að fá margar milljónir og við völdum börn vegna þess að þau eru dýrmæt,“ sagði James Schoenfeld við skilorðsfyrirtöku hans árið 2015. „Ríkið væri tilbúið að borga lausnargjald fyrir börn. Og börn berjast ekki á móti, þau eru viðkvæm. Fólki er umhugað um börn.“

Þremenningarnir voru allir dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið. Richard var látinn laus árið 2012 og bróðir hans James árið 2015. Á þeim tíma ræddu nokkur fórnarlambanna við tímaritið People um tilraunir þeirra til að þremenningunum yrði ekki sleppt út á reynslulausn.

Frederick Woods, James Schoenfeld og Richard Schoenfeld

„Mér fann aðeins fyrir öryggi þegar þeir voru i fangelsi,“ sagði einn þolenda. „Við börðumst við hverja fyrirtöku þegar þeir óskuðu reynslulausnar og héldum að raddir okkar myndu skipta máli, að vera okkar þarna þýddi eitthvað fyrir skilorðsnefndina, en hún gerði það ekki. Fyrir aðeins tveimur árum við síðustu fyrirtöku fyrir nefndinni sagði James, sem hannaði búnaðinn þar sem þeir læstu okkur inni að hann hefði eytt árum í að hanna betri slíka. Hljómar þetta eins og einhver sem iðrast gjörða sinna?“ sagði Lynda Carrejo-Labendeira, sem var 10 ára þegar henni var rænt.

Darla Neal, sem var líka 10 ára á þeim tíma, sagðist enn hafa martraðir yfir því að hafa byssu beint að höfði sér. „Þessi lífsreynsla breytti lífi fjölskyldu okkar og hafði áhrif á líf barnanna minna.“

Systir Carrejo-Labendeira, Irene, sem var 12 ára þegar henni var rænt, sagði að hún hefði misst allt álit á réttarfarskerfinu.  „Ég sá mann á biðstofu sem leit út eins og einn mannræningjanna og ég fékk kvíðakast. Ég mun aldrei vita hvar þeir verða eða hvort ég muni rekast á þá. Þessum hræðilega atburði lýkur aldrei hjá okkur og það er mikilvægt að muna hvað þeir gerðu og hvaða áhrif það hafði á líf margra. 

„Við vorum heppin að komast út, annars held ég að við hefðum dáið þarna inni,“ sagði Jodi Heffington-Medrano, sem þá var 10 ára. „Það tók þá næstum tvö ár að skipuleggja ránið og þeir höfðu fullt af tækifærum til að hætta við. Bræðurnir deildu klefa í fangelsinu. Nú munu þeir búa aftur hjá mömmu sinni.“

Woods fékk síðastur reynslulausn árið 2022.

Skólarútan sem börnin voru í þegar þeim var rænd

Fær loksins að heyra að hann er hetja

Á sama tíma hefur Marshall nýlega fengið heiðurinn af því að vera talinn hetja. Hann hitti nýlega Larry Park, sem var sex ára gamall þegar þeim var rænt.

„Ég áttaði mig ekki á því hversu mikið það myndi hjálpa mér að skilja og heyra einn krakkanna segja mér að ég hafi bjargað lífi þeirra og að þau væru þakklát,“ sagði Marshall við CNN.  Park, sem þjáðist í mörg ár af áföllum og þunglyndi eftir mannránið sagði við CNN að hann hefði ákveðið að gefast aldrei upp, sama hvað. „Vegna þess að mér var kennt, þegar ég var sex ára gamall af 14 ára strák: „Þú gefst ekki upp. Þú heldur áfram að grafa.““

Ray og börnin í skrúðgöngu sem haldin var þeim til heiðurs
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið