fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur og sofa illa – Halla sér að íslensku aðferðinni

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 04:30

Eru þau A- eða B-manneskjur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn sofa illa og margir eru farnir að halla sér að „norrænu“ aðferðinni til að sofa betur enda mikilvægt að sofa vel til að geta tekist á við næsta dag.

Niðurstöður nýrrar könnunar á vegum U.S. News & World Report sýna að rúmlega 20% Bandaríkjamanna segjast „sjaldan eða aldrei“ vakna úthvíldir. Könnunin varpar einnig ljósi á þau fimm áhyggjuefni sem trufla svefn þeirra.

Mestar áhyggjur hafa Bandaríkjamenn að hækkandi framfærslukostnaði, því næst er það heimsfaraldur kórónuveirunnar, í þriðja sæti eru ofbeldisverk framin með skotvopnum, loftslagsbreytingarnar eru í fjórða sæti og forsetakosningarnar 2024 eru í fimmta sæti.

Niðurstöðurnar eru nánast þær sömu og á síðasta ári nema hvað þá var stríðið í Úkraínu í fimmta sæti. Könnunin var gerð áður en stríð Ísraels og Hamas hófst.

Eins og flestir vita þá eru kaffi og áfengi eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á svefninni og það sama má segja um skjánotkun. Þetta er því eitthvað sem er rétt að forðast.

En snúum okkur þá að „norrænu“ aðferðinni sem sífellt fleiri Bandaríkjamenn eru farnir að leita í til að fá betri svefn. Á Norðurlöndunum er algengast að hjón/pör sofi með sitt hvora sængina en í Bandaríkjunum hefur það verið venjan að hjón/pör sofa með eina sæng.

59% Bandaríkjamanna sofa undir sömu sæng og makinn en þeim fer fjölgandi sem kjósa að sofa undir sinni eigin sæng og er hlutfallið 41%.

„Danir, Íslendingar og svo framvegis kjósa að sofa með sína eigin sæng í stað þess að vera með eina til að togast á um,“ sagði Haniya Rae, ritstjóri hjá U.S. News & World Report, í samtali við Fox News um þessa nýju svefnvenju Bandaríkjamanna og bætti við að þetta þýði að fólk geti verið sitt eigið svefnsvæði í sama rúmi án þess að þurfa að berjast um sömu sængina.

Hún benti einnig á að þessi aðferð geti haft margvísleg góð áhrif á svefngæðin og almenna vellíðan fólks. Með því að hver og einn stjórni sínum eigin hita og velji sængurfatnað, sem uppfyllir óskir og þarfir viðkomandi, sé hægt að draga mjög úr svefntruflunum og auka þægindin. Betri svefn geti síðan dregið úr stressi og bætt samband fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca