The Guardian segir að reiknað hafi verið með að sem svarar til um 12 milljóna íslenskra króna myndu fást fyrir matseðilinn en verðið fór aðeins hærra og fengust sem svarar til um 14 milljóna fyrir hann.
Tilvist matseðilsins vekur auðvitað upp ákveðnar spurningar, þar á meðal hver greip matseðil með sér á leið í björgunarbát?
Meðal þess sem farþegarnir gátu valið á milli þetta kvöld voru ostrur, lax, nautakjöt, önd og kjúklingur.
Matseðillinn fannst í myndaalbúmi á sjöunda áratugnum. Það var í eigu sagnfræðings í Nova Scotia í Kanada.
Sjá einnig: 300 munir úr „skipinu ósökkvandi“ á uppboði – Teppi eftirlifanda með hæsta verðmatið