„Þegar þú kynnist þeim verður þú bara ástfanginn af þeim,“ segir Shannon Pinkerton, 52 ára að aldri, en hún og eiginmaður hennar, Troy, 56 ára, hafa ættleitt sex unga karlmenn sem eru með Downs-heilkenni.
Fjölskyldan er búsett í Wyoming í Bandaríkjunum og fjallað um hana í grein People.
„Hvert barn á skilið fjölskyldu,“ eru orð sem Shannon Pinkerton ólst upp við hjá foreldrum sínum, sem ráku hópheimili fyrir börn með sérþarfir. Þannig að þegar henni og eiginmanni hennar bauðst árið 2009 að taka tíu ára gamlan dreng í fóstur var svarið strax já.
„Sonur minn, Cody, bað okkur að ættleiða Jody,“ segir hún í viðtalinu. „Ég hef alltaf haft sérstakan stað í hjarta mér fyrir þessa krakka.“
@pinkertonboysadventures @People Magazine #thankyou #adoptfromfostercare #adoption #bigfamily #famous #fyp #inclusion #independence #love #endtherword #wyoming #makesomeonesmile #bekind #scoobydoofan #happy #downsyndrome #proudbrother #celebrity ♬ original sound – Shannon Barrett Pinkerton
Á næstu 14 árum bættust fimm aðrir strákar í hópinn, sem nú eru orðnir fullorðnir menn í árum talið; Devlin, 18 ára, Julian, 20 ára, Cameron, 23 ára, Anthony, 25 ára, og Tracee, 28 ára. Joey er núna orðinn 23 ára. Nokkrir þeirra eru einnig með þroskahömlun, einhverfu og einn er með dvergvöxt.
Shannon segir að það sé aldrei lognmolla hjá fjölskyldunni og alltaf gaman hjá strákunum, hvort sem þeir eru að ríða hestum á 40 hektara landareign fjölskyldunnar safna eggjum frá hænunum sem þeir ala upp eða bara fara í verslunarleiðangri í næstu matvörubúð.
„Þeir eru ánægðir með að vera hér vegna þess að þeir lifa ekki leiðinlegu lífi,“ segir Troy. „Þeir eru í útilegu, fara til Disneyland eða fara á hestbak. Ef þeir byggja á sambýli eða stofnun þá sé ég fyrir mér að dagarnir væri einsleitir og þeir myndu ekki fá að taka þátt í mörgum hlutum sem svokallað venjulegt fólk fær að gera. En þeir eru svo sannarlega á ferðinni, þessir strákar.“
„Ég vil að strákarnir fái lífsreynslu sem þeir fengu ekki í fóstri. Ef þú kynnist þeim verður þú bara ástfanginn af þeim. Þeir dæma engan fyrir neitt. Þeir eru svo góðir,“ segir Shannon sem deilir daglegu lífi og ævintýrum strákanna á Instagram, Facebook og TikTok.
Hjónin eiga jafnframt fjögur börn og þrjú barnabörn, og öll fjölskyldan hittist oft um kvöld og helgar og ver tímanum saman. Strákarnir sex ferðast líka oft til að horfa á háskólaglímukeppnir yngsta sonar Pinkerton hjónanna, Cody, sem er 22 ára.
„Lífið er mjög annasamt,“ segir Troy. „Strákarnir gera lífið spennandi og veita okkur öllum mikla gleði. Við viljum bara aðstoða þá og gefa þeim stað til að kalla heimili.“