Það var vorið 2017 sem Freda fór í frí á Benidorm. Hún ætlaði heldur betur að njóta sólar og hita en sagði síðan að fríið hafi verið ömurlegt vegna allra Spánverjanna sem voru á svæðinu!
Það getur nú varla talist neitt undarlegt að það séu Spánverjar á Spáni en Freda var ansi ósátt við þetta að sögn Mirror sem fjallaði nýlega um málið og hefur eftir Freda að Spánverjar eigi að fara eitthvað annað í frí en til Benidorm.
Freda, sem er eldri kona og á erfitt með gang, sagði að hótelið hennar hafi verið fullt af Spánverjum og hafi þeir næstu hrint henni um koll eitt sinn. Hún sagði einnig að starfsfólk hótelsins hafi nær eingöngu haft áhuga á að þjóna spænskum gestum sínum.
„Hótelið var fullt af spænskum ferðamönnum og þeir fóru svo sannarlega í taugarnar á okkur því þeir voru svo dónalegir. Eitt kvöldið hrinti spænskur maður mér næstum því og hann gékk síðan bara sína leið án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Öll afþreying á hótelinu beindist að Spánverjum – af hverju geta Spánverjar ekki farið eitthvað annað í frí?“ sagði hún.
Hótelið heitir Poseidon Playa og er í útjaðri Benidorm. Freda keypti pakkaferð hjá Thomas Cook ferðaskrifstofunni ásamt vinkonu sinni.
Eftir heimkomuna kröfðust þær endurgreiðslu frá ferðaskrifstofunni sem bauð þeim í fyrstu 75 punda inneign en þegar þær höfnuðu því var boðið hækkað í 566 pund sem þær áttu að skipta á milli sín.