fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á óléttri konu – Vitorðskona vistuð á stofnun

Pressan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Farman Ullah, 25 ára Afgani, dæmdur í 16 ára fangelsi af dómstól í Holbæk í Danmörku. Honum verður einnig vísað frá Danmörku að afplánun lokinni. Hann myrti Sana Yaseen, 37 ára, þann 3. nóvember á síðasta ári. Hún var gengin 26 vikur þegar Ullah réðst á hana og stakk hana 78 sinnum. Barnið lést fjórum dögum síðar.

37 ára kona, sem var í vitorði með Ullah, var dæmd til vistunar á viðeigandi stofnun fyrir andlega veikt fólk. Engin tímamörk eru á hversu lengi hún á að dvelja þar. Konan var fundin sek um að hafa verið í vitorði með Ullah. Konan hafði árum saman verið unnusta Sana og bjuggu þær saman allt frá 2011, þegar þær komu til Danmerkur frá Afganistan, þar til Sana var myrt.

Sana var að setjast inn í bíl sinn klukkan 23.07, eftir að hafa lokið vakt á elliheimili, þegar Ullah réðst á hana og stakk hana 78 sinnum. Sana lést nokkrum mínútum síðar af völdum hrikalegra áverka sem hún hlaut við árásina.

Ekstra Bladet segir að saksóknari hafi haldið því fram fyrir dómi að Ullah hafi vísvitandi ætlað að drepa barnið því hann hafi skorið kvið Sana upp auk þess sem hann skar hana á háls og stakk ítrekað í brjóstið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær