37 ára kona, sem var í vitorði með Ullah, var dæmd til vistunar á viðeigandi stofnun fyrir andlega veikt fólk. Engin tímamörk eru á hversu lengi hún á að dvelja þar. Konan var fundin sek um að hafa verið í vitorði með Ullah. Konan hafði árum saman verið unnusta Sana og bjuggu þær saman allt frá 2011, þegar þær komu til Danmerkur frá Afganistan, þar til Sana var myrt.
Sana var að setjast inn í bíl sinn klukkan 23.07, eftir að hafa lokið vakt á elliheimili, þegar Ullah réðst á hana og stakk hana 78 sinnum. Sana lést nokkrum mínútum síðar af völdum hrikalegra áverka sem hún hlaut við árásina.
Ekstra Bladet segir að saksóknari hafi haldið því fram fyrir dómi að Ullah hafi vísvitandi ætlað að drepa barnið því hann hafi skorið kvið Sana upp auk þess sem hann skar hana á háls og stakk ítrekað í brjóstið.