Konan, Tammy Reese, brenndist illa þegar gashylki sem innihélt steikingarolíu sprakk í höndunum á henni þegar hún var í eldhúsinu á vinnustað sínum árið 2017.
Tammy slasaðist illa og hlaut annars stigs bruna á höfði, andliti, handleggjum og höndum. Slysið hafði verulegar afleiðingar í för með sér fyrir Tammy og glímir hún enn við eftirköstin.
Conagra Brands er móðurfyrirtæki nokkurra þekktra matvælafyrirtækja. Má þar nefna Swiss Miss, Hunt‘s og Slim Jim.
Þetta er langt því frá eina málið af þessu tagi sem höfðað hefur verið gegn Conagra Brands. AP-fréttastofan greinir frá því að um 50 mál, þar sem fólk brenndist eftir að umrædd gashylki sprungu, hafi verið höfðuð eða eru í undirbúningi.
Conagra Brands íhugar nú næstu skref í málinu og útilokar ekki að niðurstöðunni verði áfrýjað. Segir fyrirtækið að öryggi viðskiptavina sé ávallt í fyrirrúmi og umrædd hylki séu örugg til notkunar ef farið er eftir leiðbeiningum.