fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fær tæpan milljarð í bætur eftir hrikalegt slys í eldhúsinu

Pressan
Föstudaginn 3. nóvember 2023 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Illinois í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið Conagra Brands borgi konu einni 7,1 milljón Bandaríkjadala, 993 milljónir króna á núverandi gengi, í bætur.

Konan, Tammy Reese, brenndist illa þegar gashylki sem innihélt steikingarolíu sprakk í höndunum á henni þegar hún var í eldhúsinu á vinnustað sínum árið 2017.

Tammy slasaðist illa og hlaut annars stigs bruna á höfði, andliti, handleggjum og höndum. Slysið hafði verulegar afleiðingar í för með sér fyrir Tammy og glímir hún enn við eftirköstin.

Conagra Brands er móðurfyrirtæki nokkurra þekktra matvælafyrirtækja. Má þar nefna Swiss Miss, Hunt‘s og Slim Jim.

Þetta er langt því frá eina málið af þessu tagi sem höfðað hefur verið gegn Conagra Brands. AP-fréttastofan greinir frá því að  um 50 mál, þar sem fólk brenndist eftir að umrædd gashylki sprungu, hafi verið höfðuð eða eru í undirbúningi.

Conagra Brands íhugar nú næstu skref í málinu og útilokar ekki að niðurstöðunni verði áfrýjað. Segir fyrirtækið að öryggi viðskiptavina sé ávallt í fyrirrúmi og umrædd hylki séu örugg til notkunar ef farið er eftir leiðbeiningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana