fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Rannsaka dularfullt mál tengt háhyrningi

Pressan
Laugardaginn 28. október 2023 16:00

Otrarnir voru í heilu lagi í maga háhyrningsins. Mynd:Sergey V. Fomin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir vísindamenn eru nú að rannsaka dularfullt mál tengt háhyrningi sem fannst dauður á eynni Commander eyjunni sem er í Barentshafi.

Dýrið, sem var kvendýr, var langt frá hefðbundnum veiðislóðum sínum en það sem vakti mesta athygli vísindamanna var að í maga dýrsins voru 8 heilir otrar og einn til viðbótar á milli hálsins og magans.

Otrarnir voru alveg heilir í maga háhyrningsins sem rak á land 2020. Þeir vógu samtals 117 kg. Auk þeirra voru 256 hlutar af smokkfiskum í maga dýrsins.

Þetta kemur fram í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Aquatic Mammals.  Segja vísindamennirnir að hugsanlega hafi hvalurinn drepist af völdum otursins sem var fastur á milli hálsins og magans.

Meðal þess sem vakti mikla athygli vísindamannanna er að háhyrningar éta venjulega ekki otra. Helsta fæða þeirra eru selir, höfrungar og jafnvel aðrar hvalategundir. Þess utan gleypa þeir bráð sína venjulega ekki í heilu lagi, þeir tæta hana í sundur og éta eiginlega bara bestu hlutana (þá feitustu).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana