Dýrið, sem var kvendýr, var langt frá hefðbundnum veiðislóðum sínum en það sem vakti mesta athygli vísindamanna var að í maga dýrsins voru 8 heilir otrar og einn til viðbótar á milli hálsins og magans.
Otrarnir voru alveg heilir í maga háhyrningsins sem rak á land 2020. Þeir vógu samtals 117 kg. Auk þeirra voru 256 hlutar af smokkfiskum í maga dýrsins.
Þetta kemur fram í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Aquatic Mammals. Segja vísindamennirnir að hugsanlega hafi hvalurinn drepist af völdum otursins sem var fastur á milli hálsins og magans.
Meðal þess sem vakti mikla athygli vísindamannanna er að háhyrningar éta venjulega ekki otra. Helsta fæða þeirra eru selir, höfrungar og jafnvel aðrar hvalategundir. Þess utan gleypa þeir bráð sína venjulega ekki í heilu lagi, þeir tæta hana í sundur og éta eiginlega bara bestu hlutana (þá feitustu).