Axios skýrir frá þessu og segir að þetta séu samtals um þrjú prósent af starfsmannafjölda fyrirtækisins.
LinkedIn var stofnað 2002 og er einn elsti samfélagsmiðillinn sem bætir enn við sig notendum.
En hvað varðar starfsfólk þá er sagan önnur því því fer fækkandi.
Í maí var 716 sagt upp þegar fyrirtækið breytti „Kína taktík“ sinni.
Uppsagnirnar að þessu sinni eru tilkomnar vegna þess að fyrirtækið hefur í hyggju að nýta sér gervigreind til að hámarka starfsemina. Meðal þess sem felst í þessu er að bjóða notendum upp á aðstoð við að finna hæfa umsækjendur og kennslu í hvernig á að kenna starfsfólki.