fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Leita sjö ára drengs í Noregi sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa

Pressan
Þriðjudaginn 17. október 2023 13:04

Fólk sem á sumarhús hefur verið hvatt til að athuga hvort drengurinn hafi mögulega leitað skjóls þar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskir viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann vegna sjö ára drengs sem varð viðskila við foreldra sína í skóglendi í Lindesnes, skammt frá Kristiansand í suðurhluta Noregs á sunnudag.

Fjölmennt leitarlið hefur leitað drengsins síðustu tæpu tvo sólarhringa en án árangurs.

VG greinir frá því að nokkur hundruð manns hafi leitað drengsins og þá hafa sporhundar, drónar og þyrlur útbúnar hitamyndavélum verið notaðar.

Leitarsvæðið er umfangsmikið, um 13 ferkílómetrar, en pilturinn mun hafa verið í veiðiferð með fjölskyldu sinni þegar hann hvarf fljótlega upp úr hádegi á sunnudag.

Í gærmorgun fann lögregla sólgleraugu sem talið er að pilturinn hafi verið með á sér. Þau fundust um 700 metrum frá miðpunkti leitarsvæðisins, staðnum sem drengurinn sást síðast á, að sögn Øyvind Hægeland sem fer fyrir leitinni.

Svalt hefur verið í veðri á leitarsvæðinu síðustu tvær nætur en hitinn í fyrrinótt fór niður í fjórar gráður. Fólk sem á sumarhús á svæðinu hefur verið hvatt til að athuga hvort pilturinn hafi leitað þar skjóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn