fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hatursglæpur þegar sex ára drengur af palestínskum uppruna var stunginn 26 sinnum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. október 2023 09:08

Wadea var stunginn til bana af 71 árs manni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára drengur, Wadea al-Fayoume, var stunginn til bana í bænum Plainfield í Illinois um helgina. Móðir hans, 32 ára, var einnig stungin en áverkar hennar voru ekki jafn alvarlegir.

71 árs karlmaður, Joseph Czuba, er í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn á vettvangi.

Flest bendir til þess að um hreinan hatursglæp hafi verið að ræða og maðurinn hafi beint spjótum sínum að þeim tveimur vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem allt er á suðupunkti á milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna. Mæðginin eru múslimar og af palestínsku bergi brotin en móðirin flutti til Bandaríkjanna fyrir tólf árum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í gærkvöldi og fordæmdi hana harðlega. Ekkert pláss sé fyrir hatur af þessu tagi í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn þyrftu að standa saman gegn íslamófóbíu.

Czuba hefur verið kærður fyrir morð, morðtilraun, hatursglæp og alvarlega líkamsárás. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Í frétt BBC kemur fram að mæðginin hafi verið leigjendur hjá Czuba. Móðirin hringdi í lögreglu á laugardagsmorgun þar sem hún tjáði henni að Czuba væri að ráðast að þeim vopnaður hníf. Þegar lögregla kom á vettvang lágu þau bæði í blóði sínu á gólfi íbúðarinnar. Pilturinn, sem hlaut 26 stungusár, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys