The Guardian skýrir frá þessu og segir þetta niðurstöður greiningar sem miðillinn gerði í samvinnu við vísindamenn sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á loftmengun.
Greiningin leiddi einnig í ljós að tæplega tveir af hverjum þremur Evrópubúum búa á svæðum þar sem loftið inniheldur rúmlega tvöfalt meira magn af skaðlegum mengunarögnum en miðað við hættumörk WHO. Þetta eru tæplega 500 milljónir manna.
Að sögn sérfræðinga látast um 400.000 Evrópubúar árlega af völdum þessara agna.
Mörg ríki í Austur-Evrópu skera sig mjög úr í greiningunni hvað varðar slæm loftgæði. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar þá anda nær allir íbúar í Serbíu, Rúmeníu, Albaníu, Norður-Makedóníu, Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi við svo slæm loftgæði að þeir anda að sér tvöfalt meira magni skaðlegra efna en ráðlegt er samkvæmt hættumörkum WHO.
Ástandið er sérstaklega slæmt í Serbíu og Norður-Makedóníu en þar býr rúmlega helmingur landsmanna á svæðum þar sem loftið inniheldur meira en fjórum sinnum meira af skaðlegum efnum en en WHO telur ráðlegt að anda að sér.