Emily starfaði sem fylgdarkona að sögn saksóknara og hafði komið heim til Mark þennan dag. Það var ekki í fyrsta sinn sem hann keypti þjónustu hennar.
Þegar Emily hringdi á leigubíl réðst Mark á hana. Á upptöku frá leigubílastöðinni heyrist Emily biðja um leigubíl en síðan heyrist að eitthvað mikið gengur á og öskur heyrast síðan.
Mirror segir að fyrir dómi hafi saksóknari sagt að skömmu síðar hafi símtalið slitnað og vitað sé, út frá frásögn Mark, að þá var hann að berja hana til bana með handlóðum.
Krufning leiddi í ljós að Emily hafði fengið að minnsta kosti 13 högg á höfuðið. Höfuðkúpa hennar var margbrotin.
Mark var í síðustu viku dæmdur í að minnsta kosti sautján og hálfs árs fangelsi fyrir þetta hrottalega morð.