Næststærsti lottóvinningur í sögu Bandaríkjanna gekk út í gærkvöldi en einn heppinn miðaeigandi var með allar tölurnar réttar í Powerball-lottóinu. Fær hann í sinn hlut 1,73 milljarða Bandaríkjadala, eða 239 milljarða króna.
Miðinn var keyptur í áfengisverslun í Kaliforníu og voru happatölurnar 22, 24, 40, 52, 64 og bónustalan var 10. Líkurnar á að vinna í Powerball-lottóinu eru ekki ýkja miklar, eða einn á móti rúmlega 292 milljónum.
Stærsti vinningur sögunnar gekk út í nóvember í fyrra en þá fór potturinn í Powerball í rétt rúmlega tvo milljarða Bandaríkjadala.