fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dómari í vondum málum: Sendi yfir 500 SMS-skilaboð í dómsal

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Traci Soderstrom, dómari við dómstól í Oklahoma í Bandaríkjunum, á það á hættu að missa starfið eftir að rannsókn leiddi í ljós að hún sendi yfir 500 SMS-skilaboð meðan réttarhöld í óhugnanlegu morðmáli fóru fram.

Traci þessi var skipaður dómari við réttinn í janúar síðastliðnum og var skipunin til fjögurra ára.Formleg kvörtun yfir henni var lögð fram í kjölfar réttarhalda sem fóru fram í sumar yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið tveggja ára barni að bana.

Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Traci skrolla í gegnum samfélagsmiðla og senda ógrynni SMS-skilaboða.

Rannsókn á síma hennar leiddi í ljós að hún var í SMS-samskiptum við starfsmann réttarins, en í umræddum skilaboðum gerði hún til dæmis lítið úr saksóknara málsins, hrósaði verjanda mannsins sem er grunaður er um morðið og kallaði lykilvitni lygara. Þá velti hún fyrir sér hvort einn úr hópi kviðdómenda væri með hárkollu og lýsti aðdáun sinni á lögreglumanni sem bar vitni.

„Ég gæti horft á hann í allan dag,“ sagði hún.

Soderstrom hefur verið í leyfi frá því í sumar en nú liggur fyrir niðurstaða frá Hæstarétti Oklahoma þar sem lagt er til að Soderstrom missi starfið. Formleg niðurstaða mun liggja fyrir á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn