Traci þessi var skipaður dómari við réttinn í janúar síðastliðnum og var skipunin til fjögurra ára.Formleg kvörtun yfir henni var lögð fram í kjölfar réttarhalda sem fóru fram í sumar yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið tveggja ára barni að bana.
Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Traci skrolla í gegnum samfélagsmiðla og senda ógrynni SMS-skilaboða.
Rannsókn á síma hennar leiddi í ljós að hún var í SMS-samskiptum við starfsmann réttarins, en í umræddum skilaboðum gerði hún til dæmis lítið úr saksóknara málsins, hrósaði verjanda mannsins sem er grunaður er um morðið og kallaði lykilvitni lygara. Þá velti hún fyrir sér hvort einn úr hópi kviðdómenda væri með hárkollu og lýsti aðdáun sinni á lögreglumanni sem bar vitni.
„Ég gæti horft á hann í allan dag,“ sagði hún.
Soderstrom hefur verið í leyfi frá því í sumar en nú liggur fyrir niðurstaða frá Hæstarétti Oklahoma þar sem lagt er til að Soderstrom missi starfið. Formleg niðurstaða mun liggja fyrir á næstu vikum.