En nú hvetja yfirvöld í sveitarfélaginu Faxe íbúana til að gera þetta ekki. TV2 hefur eftir Marianne Almindsø Andersen, forstjóra sorphirðudeildar sveitarfélagsins, að þetta sé gert í kjölfar þess að áfengisstefna deildarinnar hafi verið uppfærð. Hún hafi verið uppfærð í takt við tímann og passi nú betur við Danmörku nútímans.
„Við keyrum stóra bíla og vinnum í mjög stórum sorpstöðvum og stundum erum við alein. Þess vegna var það mikilvægt að okkar mati að skoða áfengisstefnuna,“ sagði hún.
Hún sagði að áfengisneysla sorphirðumanna hafi ekki verið vandamál, þeir hafi ekki drukkið bjór í vinnutímanum. Þetta sé spurning um forvarnir sagði hún og benti á að nýja áfengisstefnan geti stutt við bakið á þeim starfsmönnum sem glíma kannski við ofneyslu áfengis.