fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun – Þetta dýr er hálfur hundur og hálfur refur

Pressan
Sunnudaginn 8. október 2023 11:00

Svona leit dýrið út. Mynd:Flavia Ferrari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gelti eins og hundur og veiddi eins og refur og það vakti athygli vísindamanna. Þetta var lítið, dökkt dýr með langt trýni. Götuhundur í Brasilíu. Nú hefur erfðafræðirannsókn á dýrinu leitt í ljós að það er blanda af hundi og ref. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest hefur verið að þessar tvær tegundir hafi blandast.

Science Alert skýrir frá þessu og segir að ekið hafi verið á dýrið og hafi það verið flutt til Grande do Sul háskólans þar sem vísindamenn furðuðu sig á útliti dýrsins og hegðun.

Það var ekki eins eftirlátt og hundur en vantaði þá árásargirni sem má vænta hjá götuhundi. Það var feimið og varkárt og kaus helst að halda sig frá fólki að sögn Flavia Ferrari, dýralæknis.

Dýrið var blanda tveggja tegunda. Mynd:Flavia Ferrari

 

 

 

 

 

Dýrið borðaði heldur ekki hundamat, aðeins litlar rottur og líktist engri þeirra hundategunda sem halda til á svæðinu þar sem ekið var á það.

Af þessum sökum byrjuðu brasilískir vísindamenn að skoða hvort dýrið gæti verið blanda ólíkra tegunda.

Erfðafræðirannsókn leiddi í ljós að dýrið er blanda hunds og refs.

Skýrt er frá þessu í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Animals.

Dýrið jafnaði sig eftir ákeyrsluna og var flutt í dýragarð en þar drapst það af óþekktum ástæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“