Miðarnir eru aðgöngumiðar í Ford‘s Theatre leikhúsið í Washington D.C. þann 14. apríl 1865. Það sem gerir þá svo merkilega, og dýra, er að meðal gesta á leiksýningunni þetta kvöld var Abraham Lincoln forseti. Hann var skotinn í höfuðið í leikhúsinu og lést daginn eftir.
Verið var að sýna leikritið „Our American Dream“.
Miðarnir voru seldir á uppboði hjá RR Auction í Boston og greiddi kaupandinn 262.500 dollara fyrir þá en það svarar til um 36 milljóna íslenskra króna.
Áður en uppboðið hófst var talið að 100.000 til 150.000 dollarar myndu fást fyrir miðana en óhætt er að segja að þessar væntingar hafi verið mjög hóflegar. Finans skýrir frá þessu.
Miðarnir voru í fremstu röð á svölunum beint á móti svölunum þar sem Lincoln sat þegar John Wilkes Booth skaut hann í höfuðið.
RR Auction lýsti miðunum sem „óvenjulega sjaldgæfum hluta af bandarískri sögu“.