fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hjón handtekin fyrir að selja margay og tilraun til að selja jagúar

Pressan
Föstudaginn 6. október 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Flickr/bansheed

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru hjónin Rafael Gutierrez-Galvan, 29 ára, og Deyanira Garza, 28 ára, færð fyrir dómara í Texas en þau eru grunuð um að hafa selt margay, sem er smávaxið amerískt rándýr af kattaætt, og fyrir að reyna að selja jagúarunga.

Jagúar er tegund í útrýmingarhættu og margay er nálægt því að vera flokkuð sem tegund í útrýmingarhættu.

Sky News segir að Rafael sé grunaður um að hafa selt manni einum margayunga í ágúst og hafi fengið 7.500 dollara fyrir. Í september ætlaði hann síðan að selja sama manni jagúarunga.

Kaupandinn er sagður hafa fengið eiginkonu sína til að koma með reiðufé til bílastæðis við íþróttaleikvang. Hún var stöðvuð af lögreglunni á leið þangað og sáu lögreglumenn þá peningana sem hún hafði meðferðis og þannig komst upp um málið.

Margay er lítið rándýr af kattaætt og eru heimkynni tegundarinnar í Mið- og Suður-Ameríku. Hún er talin vera nærri því að vera í útrýmingarhættu.

Hin tegundin, jagúar, er hins vegar á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu.

Bæði dýrin eru nú í vörslu yfirvalda.

Ef hjónin verða fundin sek um sölu dýranna eiga þau allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á 20.000 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys