Jagúar er tegund í útrýmingarhættu og margay er nálægt því að vera flokkuð sem tegund í útrýmingarhættu.
Sky News segir að Rafael sé grunaður um að hafa selt manni einum margayunga í ágúst og hafi fengið 7.500 dollara fyrir. Í september ætlaði hann síðan að selja sama manni jagúarunga.
Kaupandinn er sagður hafa fengið eiginkonu sína til að koma með reiðufé til bílastæðis við íþróttaleikvang. Hún var stöðvuð af lögreglunni á leið þangað og sáu lögreglumenn þá peningana sem hún hafði meðferðis og þannig komst upp um málið.
Margay er lítið rándýr af kattaætt og eru heimkynni tegundarinnar í Mið- og Suður-Ameríku. Hún er talin vera nærri því að vera í útrýmingarhættu.
Hin tegundin, jagúar, er hins vegar á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu.
Bæði dýrin eru nú í vörslu yfirvalda.
Ef hjónin verða fundin sek um sölu dýranna eiga þau allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á 20.000 dollara.