fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Síðasti einræðiskonungur Afríku velur sér hreinar meyjar til að kvænast og seilist í ríkiskassann

Pressan
Fimmtudaginn 5. október 2023 04:07

Mswati III

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einn maður sem ræður öllu í konungsríkinu Eswatini í Afríku. Hann lætur topplausar unglingsstúlkur dansa fyrir framan sig og velur síðan þær sem hann vill kvænast. En hann kvænist þeim ekki fyrr en eftir „reynslutíma“ því hann vill vera viss um að þær séu ekki óbyrjur áður en hann gengur að eiga þær.

Hann heitir Mswati III og er 55 ára. Þegnar hans eru 1,2 milljónir og búa við að hann fer með öll völd í landinu þrátt fyrir að hann haldi því fram að svo sé ekki því lýðræki ríki í landinu.

Starfsemi stjórnmálaflokka var bönnuð 1973 og konungurinn hannaði sjálfur kosningakerfi landsins en það tryggir að hann getur ráðið öllu með því að gefa út tilskipanir.

Hann tilnefnir sjálfur allt að 10 þingmenn til viðbótar við þá 59 þingmenn sem eru kjörnir í almennum kosningum. Hann tilnefnir forsætisráðherrann og til að kóróna allt þá getur þingið ekki tekið neinar mikilvægar ákvarðanir. Það er konungnum aðeins til ráðgjafar. Mswati III kallar kerfið „lýðræðislegt konungsveldi“.

Þunn lína

Það er ansi þunn lína á milli veskis konungsins og ríkiskassans. Hann á 15 eiginkonur og tæplega 40 börn. Hann velur sér nýjar konur við sérstaka athöfn þar sem topplausar unglingsstúlkur, sem eru hreinar meyjar, dansa fyrir hann. Hann velur síðan þær úr sem honum líst best á. Þær tekur hann til reynslu þar til hann veit með vissu að þær eru ekki óbyrjur.

Hann er þó ekki hálfdrættingur á við föður sinn, Sobhuza II, sem ríkti í tæp 82 ár. Hann átti rúmlega 70 eiginkonur þegar hann lést 1982. Hann lét 210 börn eftir sig og rúmlega 1.000 barnabörn.

Mikil útgjöld

Mswati III tók við völdum á 18 ára afmælisdeginum sínum 1986. Hann hefur komið eiginkonunum fyrir í 13 höllum og rekstrarkostnaður fjölskyldu hans hleypur á sem nemur mörgum milljörðum íslenskra króna árlega. En hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af kostnaðinum því hann vílar ekki fyrir sér að seilast djúpt í ríkiskassann. Þess utan er hann sjálfur milljarðamæringur.

Hann á einkaflugvél og flota lúxusbíla. Hann lét byggja nýjan alþjóðaflugvöll og var hann tekinn í notkun 2014. Þetta sætti mikilli gagnrýni því innan 400 km radíusar eru fjórir alþjóðaflugvellir í nágrannaríkjunum. Þótti þetta hinn mesti óþarfi þar sem landið er mjög fátækt og lifir helmingur þjóðarinnar undir fátæktarmörkum. Meðalaldurinn í landinu er 57 ár, einn sá lægsti í heimi.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks er um 50% og það var kveikjan að mótmælum ungs fólks. Sumarið 2021 krafðist ungt fólk þess að forsætisráðherrann yrði kjörinn í lýðræðislegum kosningum og mótmæli breiddust út um landið, meðal annars í höfuðborginni Mbabane þar sem verkalýðsfélög gengu til liðs við mótmælendur.

Lögreglan og herinn voru látin berja á mótmælendum og öryggissveitir settu upp vegatálma og útgöngubann var sett á að næturlagi. Með þessum harkalegu aðgerðum tókst að brjóta mótmælin að mestu niður en þó hefur örlað á mótmælum á þessu ári og einnig kom til mótmæla á síðasta ári. Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í mótmælunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana