Nýja aðferðin gekk út á að framleiða kubbana úr endurunnu plasti, algjörlega án olíu.
150 starfsmenn fyrirtækisins hafa eytt ótal klukkustundum í tilraunir með nýju aðferðina en markmiðið var að öll kubbaframleiðsla Lego yrði með nýju aðferðinni fyrir 2030.
En eftir tveggja ára tilraunir með nýja plastið, svokallað RPET-plast, er komið í ljós að ef kubbaframleiðslan verður öll með RPET-plasti þá mun það auka losun CO2. Ástæðan er að setja þarf upp nýjar framleiðsluvélar til að framleiða þá milljarða kubba sem fyrirtækið framleiðins.
Niels B. Christiansen, forstjóri Lego, skýrði frá þessu í samtali við Financial Times. Hann sagði að áður hafi það verið trú fólks að auðvelt væri að finna töfraefni eða nýtt efni en svo virðist ekki vera. Tilraunir hafi verið gerðar með mörg hundruð efni en ekkert þeirra hafi reynst uppfylla þessar kröfur.
Lego mun því halda áfram að framleiða kubbana með sama efni og áður, svokölluðu ABS. Þetta er plast sem þarf að nota tvö kíló af hráolíu til að framleiða eitt kíló af. 80% af Legokubbum eru framleiddir með ABS-plasti í dag. Með tímanum mun fyrirtækið reyna að auka hlut lífræns plasts eða endurunnins plasts í framleiðslunni.