fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Lego lenti í vanda í tilrauninni við að þróa nýja aðferð við framleiðslu kubbanna

Pressan
Miðvikudaginn 4. október 2023 08:00

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum taldi danski leikfangaframleiðandinn Lego sig hafa fundið lausn til að draga úr losun CO2 við framleiðslu kubbanna sem rekstur fyrirtækisins byggist á. Kubbarnir eru framleiddir úr plasti og olíu. En nú er komið í ljós að nýja aðferðin gerir að verkum að meira CO2 er losað út í andrúmsloftið.

Nýja aðferðin gekk út á að framleiða kubbana úr endurunnu plasti, algjörlega án olíu.

150 starfsmenn fyrirtækisins hafa eytt ótal klukkustundum í tilraunir með nýju aðferðina en markmiðið var að öll kubbaframleiðsla Lego yrði með nýju aðferðinni fyrir 2030.

En eftir tveggja ára tilraunir með nýja plastið, svokallað RPET-plast, er komið í ljós að ef kubbaframleiðslan verður öll með RPET-plasti þá mun það auka losun CO2. Ástæðan er að setja þarf upp nýjar framleiðsluvélar til að framleiða þá milljarða kubba sem fyrirtækið framleiðins.

Niels B. Christiansen, forstjóri Lego, skýrði frá þessu í samtali við Financial Times. Hann sagði að áður hafi það verið trú fólks að auðvelt væri að finna töfraefni eða nýtt efni en svo virðist ekki vera. Tilraunir hafi verið gerðar með mörg hundruð efni en ekkert þeirra hafi reynst uppfylla þessar kröfur.

Lego mun því halda áfram að framleiða kubbana með sama efni og áður, svokölluðu ABS. Þetta er plast sem þarf að nota tvö kíló af hráolíu til að framleiða eitt kíló af. 80% af Legokubbum eru framleiddir með ABS-plasti í dag. Með tímanum mun fyrirtækið reyna að auka hlut lífræns plasts eða endurunnins plasts í framleiðslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys