fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Íbúar í frægri höll valda deilum meðal íbúa í þekktum ferðamannabæ

Pressan
Þriðjudaginn 3. október 2023 16:30

Berkeley Springs kastalinn. Mynd:Wikimedia Commons/OsmanGomezRobles

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í bænum Berkeley Springs í Vestur-Virginíu deila nú harkalega innbyrðis í kjölfar þess að nýtt fólk er flutt inn í gamla höll í bænum. Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum enda sérstakt um margt.

Það eru hjónin Peter og Lydia Brimelow sem eru flutt inn í kastalann. Þau teljast til öfgahægrimanna og það er einmitt það sem fer misjafnlega í bæjarbúa.

Það var í febrúar 2020 sem fyrst var skýrt frá því að Peter, sem er 75 ára, og Lydia, sem er 38 ára, hefðu keypt höllina. Í kjölfarið hefur margt breyst í bænum að sögn bæjarbúa.

Bæjarbúar eru allt annað en sammála um hvað þeim á að finnast um Peter og Lyda og djúpur klofningur einkennir nú samfélagið. Ekki ósvipað og greina má í bandarískum stjórnmálum.

Peter og Lyda hafa oft verið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum. Peter stofnaði öfgahægrisamtökin VDARE árið 1999. Ekki er vitað hversu margir eru í samtökunum eða styðja þau. CNBC segir að samtökin hafi fengið hátt fjárframlag frá Donors Trust-hópnum 2019 en hann er hægrisinnaður og hefur styrkt fjölda íhaldssamra samtaka í Bandaríkjunum.

VDARE notaði hluta af peningunum til að kaupa kastalann og lóðina stóru sem tilheyrir honum. Auk kastalans eru þrjú hús á lóðinni og fylgdu þau með í kaupunum.

Á heimasíðu VDARE kemur fram að samtökin beina sjónum sínum aðallega að meintri kúgun á hvítu fólki í Bandaríkjunum.

Southern Poverty Law Center, sem eru samtök sem vinna gegn kynþáttahyggju, segja að VDARE hafi á síðustu árum laðað til sín hvíta þjóðernissinna og öfgahægrimenn sem trúa á yfirburði hvítra.

2017 varaði Peter opinberlega við því að Bandaríkin væru á barmi borgarastyrjaldar vegna þess hvernig hvítt fólk sé kúgað í landinu. Hann tengist nánustu ráðgjöfum Donald Trump og fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch og hann hefur starfað fyrir hann.

Peter þvertekur fyrir að vera rasisti, síðast í samtali við Washington Post í janúar.  Hann vísaði því einnig á bug að vera öfgahægrimaður og segir slíkar ásakanir vera lið í áróðursherferð gegn sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða