fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Kom að kærastanum í rúminu með annarri konu – Viðbrögð hennar voru mjög óvænt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 22:00

Taylor Dunham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langan vinnudag er fátt betra en að koma heim og kasta sér beint í sófann og horfa á sjónvarpið. Það getur jafnvel verið enn betra að fara beint upp í rúm ef þreytan er mjög mikil.

Taylor Dunham var einmitt mjög þreytt þegar hún kom heim úr vinnu eftir 16 klukkustunda langan vinnudag. Hún orkaði einfaldlega ekki að horfa á sjónvarpið og þráði ekkert heitar en að kasta sér upp í rúm og fara að sofa.

En þegar hún opnaði dyrnar inn í svefnherbergið mætti henni sjón sem hún átti enga von á. Í rúminu var kærastinn hennar með annarri konu.

Í stöðu sem þessari búast eflaust flestir við að út brjótist deilur með tilheyrandi ásökunum og öskrum.

En í þessu tilfelli fór ekki svo því Taylor ákvað bara að leggjast upp í rúm til að geta farið að sofa. Hún var einfaldlega of þreytt til að rífast að sögn Daily Star.

Hún deildi þessari sögu sinni á TikTok og vakti hún að vonum mikla athygli enda viðbrögð hennar við að finna kærastann í rúminu með annarri konu ansi óvenjuleg.

 

„Ég að hugsa um mig þegar ég kom heim eftir 16 klukkustunda vinnudag og kærastinn minn var í rúminu með annarri konu og ég lagðist upp í rúm hjá þeim og bað þau um að ljúka sér af annars staðar, því ég var of þreytt til að rífast,“ segir hún í myndbandinu.

Margir vildu fá svar við hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir kærastann og því svaraði hún: „Ég bað hann um að pakka niður. Þau fóru. Nú eiga þau barn saman. Ég var komin yfir þetta. Ég svaf eins og barn þessa nótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri