Hún var sakfelld fyrir morð, morðtilraun og íkveikju. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún var dæmd fyrir morð.
Hún hlaut fyrsta dóminn 1993 en þá var hún sakfelld fyrir að hafa beitt þáverandi unnusta sinn grófu ofbeldi. Hún var síðan dæmd fyrir morð 2004 en þá kyrkti hún mann. Hún hélt því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða.
Hún var látin laus 2008 en eins og fyrr segir banaði hún eiginmanni sínum tveimur árum síðar.
Samkvæmt frétt Aftonbladet þá hefur Carina, sem er orðin 61 árs, nú sótt um að dómnum yfir henni verði breytt úr ævilöngu fangelsi í fangelsisvist í ákveðinn tíma.
Þegar hún ræddi við Aftonbladet 2013 sagðist hún vona að hún verði látin laus fyrir 2030 og að hún vonist til að geta þá verið „sú Carina sem hún er í raun og veru“.
Það er dómstóll í Örebro sem mun taka ákvörðun um hvort orðið verður við beiðni hennar.
Saba Razavi, lögmaður hennar, sagði í samtali við Aftonbladet að Carina hafi sótt ýmis meðferðarúrræði síðan hún hóf afplánun og því vonist hún til að mat lækna verði að lítil hætta stafi af henni.