fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Svarta ekkjan vill fá lausn úr fangelsi – Hefur mannslíf á samviskunni

Pressan
Fimmtudaginn 28. september 2023 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 var Carina Frödin dæmd í ævilangt fangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa orðið eiginmanni sínum að bana með því að kveikja í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi. 42 til viðbótar, þar á meðal sonur mannsins, voru í byggingunni en sluppu lifandi.

Hún var sakfelld fyrir morð, morðtilraun og íkveikju. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún var dæmd fyrir morð.

Hún hlaut fyrsta dóminn 1993 en þá var hún sakfelld fyrir að hafa beitt þáverandi unnusta sinn grófu ofbeldi. Hún var síðan dæmd fyrir morð 2004 en þá kyrkti hún mann. Hún hélt því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða.

Hún var látin laus 2008 en eins og fyrr segir banaði hún eiginmanni sínum tveimur árum síðar.

Samkvæmt frétt Aftonbladet þá hefur Carina, sem er orðin 61 árs, nú sótt um að dómnum yfir henni verði breytt úr ævilöngu fangelsi í fangelsisvist í ákveðinn tíma.

Þegar hún ræddi við Aftonbladet 2013 sagðist hún vona að hún verði látin laus fyrir 2030 og að hún vonist til að geta þá verið „sú Carina sem hún er í raun og veru“.

Það er dómstóll í Örebro sem mun taka ákvörðun um hvort orðið verður við beiðni hennar.

Saba Razavi, lögmaður hennar, sagði í samtali við Aftonbladet að Carina hafi sótt ýmis meðferðarúrræði síðan hún hóf afplánun og því vonist hún til að mat lækna verði að lítil hætta stafi af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar