fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sex „Hermenn Krists“ handteknir fyrir misþyrmingar og morð

Pressan
Föstudaginn 22. september 2023 22:00

Líkið fannst á þessu bílastæði. Mynd:Gwinnett County Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex félagar í trúarhópi, sem kallar sig „Hermenn Krists“ hafa verið handteknir af lögreglunni í Georgíu í Bandaríkjunum, grunaðir um morð á konu. Hún var svelt og barin að sögn lögreglunnar.

Konan var á þrítugs eða fertugsaldri og frá Suður-Kóreu. Lík hennar fannst í skotti bifreiðar, sem var lagt við vinsælt suðurkóreskt baðhús í Duluth, sem er um 35 km norðan við Atlanta. Líkið vóg aðeins um 35 kg. CNN segir að samkvæmt tölum frá bandarísku hagstofunni sé um fjórðungur íbúa Duluth af asísku bergi brotinn.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar er að vannæring hafi átt hlut að máli varðandi dauða konunnar en enn hefur ekki verið skorið endanlega úr um dánarorsökina.

Talið er að konan hafi verið barin og svelt vikum saman. Lögreglan telur að konan hafi flutt til Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu í sumar til að „ganga í trúarhóp“.

Eric Hyun, 26 ára meðlimur í trúarhópnum, lagði bíl sínum í stæði við suðurkóreska baðhúsið og fékk ættingja sinn til að sækja sig að sögn lögreglunnar.  Hann bað síðan ættingja sinn um að sækja ákveðinn hlut í bifreiðina. Það gerði ættinginn og fann þá lík konunnar í skottinu og hringdi í neyðarlínuna.

Í framhaldi af líkfundinum gerði lögreglan húsleit heima hjá Hyun. Telur hún að konunni hafi verið haldið þar þar til hún lést og hafi hún sætt barsmíðum og verið svelt. Lögreglan hefur ekki skýrt frá því hvenær talið er sé að konan hafi látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar