fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Leynileg gögn afhjúpa hvernig Pútín kom ofursnekkjunni sinni í skjól áður en til innrásarinnar kom

Pressan
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 16:16

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ekki á flæðaskeri staddur. Hann á nokkuð af íburðarmiklum höllum til að halda heimili í og á hvorki meira né minna en 17 milljarð króna snekkju, eða ofursnekkju eins og hún er kölluð. Nú hafa leynileg gögn litið dagsins ljós sem sýna hvernig Pútín kom snekkjunni sinni í skjól vikum fyrir innrás Rússlands í Úkraínu, til að bjarga snekkjunni undan efnahagsþvingunum Vesturlanda.

Þessi gögn sýna skýr að Pútín hafði séð fyrir viðbrögð heimsins við innrásinni með nokkrum fyrirvara. Hann lét því sigla snekkjunni sinni, Graceful, til Kaliningrad tveimur vikum fyrir innrásina. Það er rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maria Pevchikh sem afhjúpaði þessi gögn en hún fer fyrir samtökum sem uppreisnamaðurinn Alexei Navalni kom á laggirnar sem berst gegn spillingu. Meðal annars má í þessum gögnum finna tölvupóst sem segir að Pútín sé óánægður með endurbætur sem hafi verið gerðar á snekkjunni. Ekki er nánar greint frá því hvað hafi vakið óánægju forsetans heldur skýrt tekið fram að sigla eigi snekkjunni til Rússlands sem fyrst og að hraða beri allri vinnu sem þurfi að gera fyrir siglinguna eins og mögulegt væri.

Áhöfn snekkjunnar sem bjó í Hamborg á þessum tíma þurfti að flytja með hraði af heimilum sínum, losa sig við skuldbindingar á borð við farsímaáskriftir og slíkt og undirbúa sig undir brottför. Snekkjan hafi ekki verið tilbúin þegar siglingin hófst og enn hafi verið opin göt á yfirborði hennar sem hylja hafi þurft með sérstökum hlífum. Þótti þessi flýtigangur nokkuð furðulegur þar sem enginn botnaði í því hvers vegna Rússlandsforseta lá svona mikið á að fá snekkjuna til sín.

Fór svo að snekkjan var komin til Rússlands fyrir innrásina og þegar Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin ákváðu að beita Rússland viðskipta- og efnahagsþvingunum, þar á meðal gegn lúxussnekkjum rússneskra óligarka, þá var ofursnekkjan Graceful heil á höldnu í heimalandinu, í skjóli sem forsetinn hafði tryggt.

Merkilegt nokk er að Graceful er ekki eina, og ekki stærsta snekkja Pútíns, en mun þó vera hans uppáhalds. Þessi snekkja er þó íburðarmikil og má þar finna sundlaug, dansgólf, kvikmyndahús, þyrlupall, líkamsrækt og vínhelli. Ekki er þar allt upp talið en þarna leynist einnig bókasafn, dekurstofa, kokteil bar og fleira.

Ef einhver er að furða sig á því að forsetinn hafi efni á svona lúxus þá má geta þess að því hefur verið haldið fram að vegna spillingar innan rússneskja stjórnkerfisins hafi Pútín náð að efnast töluvert umfram það sem laun hans gefa til kynna. Opinberlega hefur því jafnan verið neitað að Pútín sé eigandinn af áðurnefndri snekkju.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi