fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Áfall á áfall ofan hjá Ásu Guðbjörgu – Óttast um öryggi sitt og fer varla út úr húsi á meðan hún berst við þrenns konar krabbamein

Pressan
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn Rex Heuermann er í haldi lögreglunnar í New York og er grunaður um að hafa banað minnst þremur ungum konum fyrir rúmum áratug síðan, og þar með talinn raðmorðingi. Málið má rekja til þess að líkamsleifar ellefu einstaklinga, flestra kvenna, fundust á Gilgo-ströndinni við Long Island á árunum 2010-2011. Meðal þeirra látnu voru fjórar ungar konur sem allar höfðu sögu um að starfa við vændi. Mikil líkindi voru milli þess hvernig þeim hafði verið banað og síðar komið fyrir þarna við ströndina sem varð til þess að lögregla rannsakaði morðin sem tengd. Hefur Rex nú verið ákærður fyrir andlát þriggja þessara kvenna og talið að ákært verði fyrir andlát hinnar fjórðu innan skamms.

Rex er giftur hinni íslensku Ásu Guðbjörgu Ellerup, sem hefur þó farið fram á skilnað. Þar sem Rex er á bak við lás og slá hefur mikið mætt á Ásu og fullorðnum börnum hennar vegna málsins. Þeim var vísað út af heimili sínu í tæpar tvær vikur á meðan lögregla sneri öllu við í leit að vísbendingum. Gólfefni var rifið upp, baðkarið sagað í sundur og hvolft úr öllum skúffum. Þegar Ása fékk að snúa aftur heim var húsið nánast óíbúðarhæft og þar að auki umsetið af fjölmiðlum, ágengum vegfarendum, samfélagsmiðlastjörnum og öðrum sem fá eitthvað út úr því að hlakka yfir óförum annarra.

Þrenns konar krabbamein

Greint var frá því nýlega að Ása Guðbjörg sé að berjast við bæði brjósta- og húðkrabbamein og mun þar að auki vera með þriðja meinið sem ekki hefur verið greint frá hvers kyns er. Hún missti vinnuna sína vegna máls eiginmanns síns, er nú að missa sjúkratryggingu sína og hefur engar tekjur. Hún hefur því neyðst til að dvelja áfram á heimili sínu, enda í engin önnur hús að vernda. Það var í lok júlí sem Ása sneri aftur á heimili sitt ásamt fullorðnum börnum sínum, Christopher og Victoriu, og hefur hún ítrekað beðið um svigrúm og andrými til að takast á við breyttar aðstæður. Hún hefur greint frá því að það sé gífurlega þungbært að sitja undir slúðri og stöðugri athygli. Hún hefur nú dvalið heima í rúmar þrjár vikur og hikar enn við að fara út úr húsi. Frá þessu greinir Melissa Moore, sem starfar við að styðja við fjölskyldur raðmorðingja. Melissa er sjálf dóttir raðmorðingja, en faðir hennar er hinn alræmdi broskalla-morðingi. The Sun ræddi við Melissu.

„Hún vill ekki einu sinni fara í búðina. Fólk starir á hana hvert sem hún fer sem lætur hana óttast um öryggi sitt.“

Melissa segir að engu síður hafi vissir nágrannar Ásu tekið sig til og veitt henni stuðning, svo sem með því að versla inn fyrir þau mat.

„Ég spurði Ásu út í nágrannana. Hún sagði mér sögur frá því hversu umhyggjusamir þeir hafa verið í gegnum árin. Einn maður sem býr neðar í götunni mokar alla götuna á hverjum vetri og ein kona kom nýlega með gjafabréf til þeirra. Síðan brá skugga á svip hennar þegar hún sagði að þessi umhyggja væri gagnkvæm og henni þætti miður hvernig nágrannarnir væru að verða fyrir raski vegna málsins. Síðan ræddi hún um son sinn Christopher og sagði hann spila á rafmagnsgítar. Hann átti að spila á tónleikum rétt eftir að fréttirnar bárust. Ása, sem hafði áhyggjur af því að aðrar fjölskyldur yrðu fyrir barðinu á fjölmiðlamönnum, dró Christopher úr þeim viðburði. Ég met það svo að Ása sé með mikla samkennd og mjög tillitssön. Það eru engar leiðbeiningar til um hvað skuli gera eftir að frétta að eiginmaður þinn eða faðir sé meintur raðmorðingi. Þetta snýst um að komast frá einni stund til þeirrar næstu og síðar frá degi til dags. Síðan ofan á þetta bætist önnur barátta. Ása er með þrenns konar krabbamein. Þetta er því með sanni flókið áfall, þar sem högg lendir á eftir höggi á hana og ekki sér fyrir endinn á þessu, þar sem meira er í vændum þegar réttarhöldin hefjast sem og í baráttu hennar við meinin.

Það sem er að hafa mestu og jákvæðu áhrifin er stuðningur samfélagsins. Til dæmis ákváðu sumar verslanir að loka svo sonur hennar gæti farið í klippingu, og svo er hún með virkt og gott teymi lögmanna.“

Söfnun fær yfir sig gagnrýni

Melissa hefur farið af stað með GoFundMe-söfnun fyrir Ásu svo hún geti séð fyrir sér og börnum sínum, sem og borgað fyrir nauðsynlega læknisþjónustu. Hefur þessi söfnun fengið yfir sig gagnrýni en fólk hefur sett út á að eiginkona meints morðingja sé að fá fjárstuðning, en ekki fjölskyldur hinna myrtu. Melissa segir að eitt útiloki ekki annað og þó svo fjölskyldur hinna látnu séu ekki í sömu stöðu og Ása þá eigi þau það sameiginlegt að vera fórnarlömb í málinu. Fólki sé fullfrjálst að styðja við aðstandendur hinna látnu, en á sama tíma sé ekki rétt að gagnrýna að Ásu sé veittur stuðningur.

„Áherslan á að vera á gerandann sem gerði þetta. Að horfa á fjölskylduna er bara afvegaleiðing að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu