Í rannsókninni, sem hefur verið birt í eClinicalMedicine, sem er hluti af The Lancet, kemur fram að börn, sem fá reglulega martraðir og ljóta drauma þegar þau eru 7 til 11 ára, séu í tæplega tvisvar sinnum meiri hættu á að þróa með sér hnignandi hugræna getu (eitt helsta einkenni elliglapa) þegar þau eru um fimmtugt.
Það eru einnig allt að sjö sinnum meiri líkur á að þau greinist með Parkinsonssjúkdóminn um fimmtugt en þau börn sem ekki glíma við martraðir og slæma drauma.