fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ný flugvél á teikniborðinu – Nær níföldum hljóðhraða

Pressan
Laugardaginn 15. júlí 2023 15:00

Concorde þota. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fyrirtækið Venue Aerospace vinnur nú að þróun ofurhljóðfrárrar farþegaþotu. Hún á að geta náð níföldum hljóðhraða. Ef þetta gengur allt saman upp þýðir það auðvitað að flugtími á milli fjarlægra staða mun styttast mjög mikið. Til dæmis mun það aðeins taka eina klukkustund að fljúga frá New York til Tókýó.

Flugvélar, sem ná hljóðhraða, eru ekki ný uppfinning. Flestar orustuþotur nútímans ná hljóðhraða en lítið hefur verið um að farþegaflugvélar nái svo miklum hraða.

Concord, sem var tekin í notkun 1976 og var í notkun til 2003, náði tvöföldum hljóðhraða, eða rúmlega 2.400 km/klst. Á velmektardögum Concord var hægt að komast frá Lundúnum til New York á aðeins 3,5 klukkustund. Í dag tekur þetta ferðalag um 7 klukkustundir.

Sovétmenn smíðuðu Tupolev Tu-144 flugvélina sem náði hljóðhraða. Á Vesturlöndum var hún kölluð „Concordski“ því talið var að Rússar hefðu þróað vélina á grunni tækniþekkingar sem þeir stálu frá Vesturlöndum.

Venus Aerospace, sem er ungt fyrirtæki í Texas, beinir sjónum sínum nú að því að þróa ofurhljóðfráa farþegaflugvél. Hún á að heita Stargazer og á að ná allt að níföldum hljóðhraða eða 11.000 km/klst. Engum hefur tekist að smíða flugvél sem nær svo miklum hraða.

Bandaríska X-15 tilraunaflugvélin, sem var smíðuð 1967, náði 6,7 földum hljóðhraða og er hraðskreiðasta flugvélin sem hefur verið smíðuð til þessa.

En Stargazer er ekki að fara að koma á markaðinn alveg á næstunni því löng og mikil þróunarvinna er fram undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana