fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sökuð um að hafa skilið börnin sín eftir í bílnum á meðan hún fór að stela úr verslun – Eldur gaus upp í bílnum á meðan

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 06:55

Það logaði glatt í bílnum. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alicia Moore, 24 ára íbúi í Orlando í Flórída, á kærur yfir höfði sér eftir að hún skildi börnin sín tvö eftir í bíl á meðan hún fór inn í verslun til að stela. Á meðan hún var að því kviknaði í bílnum. Vegfarendur áttuðu sig á hvað var að gerast og björguðu börnunum úr bílnum.

Sky News segir að Moore hafi skilið börnin eftir í bílnum fyrir utan verslunarmiðstöð um miðjan dag þann 26. maí síðastliðinn. Hún og „óþekktur“ karlmaður hafi farið inn í stórverslun og verið þar í um klukkustund við að stela ýmsum varningi. Á meðan kviknaði í bíl Moore.

Í lögregluskýrslu segir að þegar Moore sá að eldur logaði í bílnum hafi hún „kastað stolna varningnum frá sér“ og hlaupið út úr versluninni.

Bíllinn, Lincoln árgerð 2016, gjöreyðilagðist í eldinum.

Annað barnið hlaut fyrsta stigs brunasár.

Moore á yfir höfði sér ákæru fyrir vanrækslu á börnum og íkveikju, einnig fyrir búðarhnupl og líkamsárás á manneskju eldri en 65 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar