fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fangi étinn af veggjalúsum

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 22:00

Lashawn Thompson. Mynd:Harper Law Firm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september fannst Lashawn Thompson látinn í fangaklefa í Fulton County fangelsinu í Atlanta. Hann var vistaður á geðdeild fangelsisins þar sem embættismenn höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hann glímdi við andleg vandamál.

Þann 13. september á síðasta ári fannst Thompson látinn í niðurníddum fangaklefa og var lík hans þakið óhreinindum og skordýrum. Klefinn var svo skítugur að fangaverðir klæddust eiturefnabúningum þegar þeir fóru inn í klefann að sögn Washington Post.

Thompson hafði verið étinn lifandi af veggjalúsum að sögn Michael Harper, lögmanns fjölskyldu hans. Í samtali við Insider sagði hann að Thompson hafi í raun verið skilinn eftir í fangaklefanum. Ætlunin hafi verið að flytja hann á sjúkradeild fangelsisins en það hafi ekki gerst og hann hafi fundist látinn, étinn lifandi af veggjalúsum.

Fjölskylda Thompson, sem býr í Alabama, vissi ekki að hann væri í fangelsi. Frétti fyrst af því þegar henni var tilkynnt um andlát hans.

The Guardian segir að krufning hafi ekki skorið úr um dánarorsök hans en tekið sé fram í skýrslu réttarmeinafræðinga að gríðarlegur fjöldi skordýra hafi verið á líkinu og í fangaklefanum. Einnig kemur fram í skýrslunni að Thompson hafi verið með skurði og sár á líkamanum sem hafi verið afleiðing þess að hann kroppaði í eigin húð.

Fjölskylda Thompson hefur farið fram á að andlát hans verði rannsakað og allar kringumstæður því tengdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar