fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 04:30

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II, sem var drottning Breta í 70 ár, var ekki vinsæl hjá öllum. Raunar var til fólk sem vildi hana feiga.

Þegar Elísabet fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 1983 hafði alríkislögreglan FBI áhyggjur af lífi hennar og öryggi.

Þetta kemur fram í skýrslu sem var birt nýlega. Í henni kemur fram að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi haft í hótunum um að myrða drottninguna. BBC skýrir frá þessu.

FBI kom að öryggisgæslu í kringum drottninguna á meðan á heimsókn hennar stóð og komst þá að fyrirætlunum IRA um að myrða hana.

Það var lögreglumaður frá San Fransisco sem gerði FBI viðvart um þessa ógn. Hann sótti oft írskan bar í borginni og þar heyrði hann ávinning af morðáætluninni. Að sögn var um mann að ræða sem vildi ná fram hefndum í kjölfar þess að dóttir hans var drepin á Norður-Írlandi.

„Hann vildi reyna að skaða drottninguna og ætlaði að gera það með því að kasta hlut niður af Golden Gate Bridge þegar konunglega snekkjan Britannia sigldi þar undir eða með því að reyna að drepa Elísabetu drottningu þegar hún heimsótti Yosemite þjóðgarðinn,“ segir í skýrslu FBI að sögn BBC.

Ekkert kemur fram í skýrslunni um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvað var gert til að vernda drottninguna fyrir þessari hugsanlegu ógn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar