fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vilja klóna útdauðan vísund – Sérfræðingar hafa efasemdir

Pressan
Sunnudaginn 21. maí 2023 10:00

Vísundar í Wyoming. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir vísindamenn krufðu nýlega 8.000 ára gamlan vísund sem var grafinn upp úr sífreranum. Hann hafði varðveist svo vel að vísindamennirnir telja að hægt sé að klóna hann. En ekki eru allir vísindamenn sammála um þetta.

Vefir líkamans, sem voru fjarlægðir í krufningunni, eru svo vel varðveittir að rússnesku vísindamennirnir telja að hægt sé að klóna dýrið að sögn Live Science.

Um er að ræða dýr af óþekktri tegund vísunda. Það fannst síðasta sumar í Verkhoyansk í Rússlandi. Rannsókn leiddi í ljós að dýrið var 1 til 2 ára þegar það drapst. Ekki er vitað hvers kyns það var.  Talið er að dýrið hafi verið uppi fyrir 8.000 til 9.000 árum.

Sýni voru tekin af ull þess, húð, beinum, vöðvum, fitu og hornum og heili þess var fjarlægður í heilu lagi.

Vefir líkamans eru svo vel varðveittir að sumir hafa vonir um að hægt verði að endurlífga þessa útdauðu tegund.

En ekki eru allir sannfærðir um að það sé hægt. Þeirra á meðal er Love Dalén, steingervingafræðingur við Stokkhólmsháskóla, sem segir líklega sé erfðaefni dýrsins of skaddað til að hægt sé að klóna það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar