fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þess vegna tala sumir í svefni

Pressan
Sunnudaginn 21. maí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir tala í svefni, mismikið þó. Margir hafa eflaust verið nærri einhverjum sem talar í svefni og þótt það sé fyndið í fyrstu að heyra einhver tala í svefni þá verður það nú þreytandi til lengdar.

Í umfjöllun Live Science kemur fram að ákveðnar ástæður liggi að baki því að fólki talar í svefni.

Það að tala í svefni getur til dæmis verið merki um svefntruflanir eða aðra þætti á borð við stress eða kvíða.

En þetta getur einnig gengið í erfðir því svefntruflanir ganga í erfðir.

En algengasta ástæðan fyrir að fólk talar í svefni er að viðkomandi er á því stigi svefnsins þar sem hann er léttur. Þá er heilinn enn vakandi að hluta og á þessu stigi getur hann sent skilaboð til talvöðvanna þrátt fyrir að viðkomandi viti ekki af því.

Fólk, sem glímir við kæfisvefn, á það til að tala í svefni og þetta getur líka verið aukaverkun af notkun ákveðinna lyfja eða vegna áfengisneyslu. Þessi efni geta truflað eðlilega hringrá svefnsins og skapað ástand þar sem viðkomandi er ringlaður eða illa áttaður.

Almennt séð er það ekki alvarlegt vandamál ef fólk talar upp úr svefni en í sumum tilfellum getur það bent til alvarlegra svefntruflana.

Ef þetta gerist reglulega eða veldur svefnvanda er ráðlegt að leita til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar