fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fundu tæplega 50 lík í fjöldagröfum – Talið að um meðlimi sértrúarsafnaðar sé að ræða

Pressan
Mánudaginn 24. apríl 2023 06:51

Makenzie Nthenge Mynd:KBC Channel 1/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Malindi í Kenýa hóf á föstudaginn að grafa upp lík nærri bænum. Sjö lík voru grafin upp þann daginn og fjórtán til viðbótar á laugardaginn. Í gær voru 26 lík til viðbótar grafin upp.

CNN segir að talið sé að líkin séu af fólki sem tilheyrði kristnum söfnuði sem telur það ávísun á himnavist að svelta sig til bana.

Kithure Kindiki, innanríkisráðherra, sagði í kjölfarið að þetta kalli á þyngstu mögulegu refsingu yfir þeim sem hafi svikið þessar saklausu sálir og harðari löggjöf um sérhverja kirkju, hof og bænahús gyðinga.

Hann sagði einnig að stór svæði, þar sem líkin fundust, hafi verið girt af og lýst vettvangur glæps.

Fyrr í mánuðinum bjargaði lögreglan fimmtán meðlimum safnaðarins, sem heitir Good News International Church, sem voru við að svelta sig dauða. Fjórir þeirra létust áður en það tókst að koma þeim undir læknishendur.

Leiðtogi safnaðarins, Makenzie Nthenge, var handtekinn í kjölfar ábendingar um fjöldagröf þar sem minnst 31 safnaðarmeðlimur væri grafinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana