Sky News segir að foreldrar hafa verið öskureiðir yfir að hafa ekki verið látnir vita af atvikinu.
Nemandinn sagði kennaranum sínum frá byssunni og sendi kennarinn hann þá, ásamt öðrum nemanda, til að kanna málið betur og ganga úr skugga um að það væri skammbyssa sem hann hafði fundið.
Þeir gengu úr skugga um það og fóru beint á skrifstofu skólastjórans.
Skólastjórinn, Robby Stuteville, tilkynnti í framhaldi af þessu að hann myndi láta af störfum og kennarinn var kallaður til viðtals við skólastjórnendur vegna málsins.
Stuteville sagðist hafa lagt byssuna frá sér á meðan hann sinnti því sem hann þurfti að sinna á salerninu. Hún hefði verið þar í um 15 mínútur. Hann bar skammbyssuna vegna skotárása sem hafa verið gerðar í bandarískum skólum.