fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Skólastjóri lét af störfum eftir að 8 ára drengur fann skammbyssuna hans inni á salerni

Pressan
Fimmtudaginn 2. mars 2023 21:00

Mynd úr safni. mynd/wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólastjóri í Rising Star grunnskólanum í Texas lét nýlega af störfum í kjölfar þess að átta ára nemandi fann skammbyssuna hans inni á salerni.

Sky News segir að foreldrar hafa verið öskureiðir yfir að hafa ekki verið látnir vita af atvikinu.

Nemandinn sagði kennaranum sínum frá byssunni og sendi kennarinn hann þá, ásamt öðrum nemanda, til að kanna málið betur og ganga úr skugga um að það væri skammbyssa sem hann hafði fundið.

Þeir gengu úr skugga um það og fóru beint á skrifstofu skólastjórans.

Skólastjórinn, Robby Stuteville, tilkynnti í framhaldi af þessu að hann myndi láta af störfum og kennarinn var kallaður til viðtals við skólastjórnendur vegna málsins.

Stuteville sagðist hafa lagt byssuna frá sér á meðan hann sinnti því sem hann þurfti að sinna á salerninu. Hún hefði verið þar í um 15 mínútur. Hann bar skammbyssuna vegna skotárása sem hafa verið gerðar í bandarískum skólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana