Flestir hafa þægindi á borð við fótapláss og staðsetningu salernis í huga þegar þeir bóka sæti í flugvél. Þeir sem fljúga oft bóka hugsanlega sæti eins nálægt útganginum og hægt er til að þeir komist fyrr út eftir lendingu.
Fæstir bóka flug og vonast til að fá miðjusætið í öftustu röð, eða hvað? En tölfræðilega séð þá eru þetta öruggustu sætin að sögn ScienceAlert.
Rétt að benda á að flug er mjög öruggur ferðamáti, sá öruggasti. Tæplega 70 milljónir flugferða voru farnar 2019 og létust 287 manns í flugslysum það árið.
Samkvæmt tölum frá bandarískum yfirvöldum þá eru líkurnar á að deyja í flugslysi 1 á móti 205.552. Líkurnar á að deyja í bílslysi eru hins vegar 1 á móti 102.