fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

J.K Rowling hefur ekki áhyggjur af eftirmæli sínu – „Skiptir engu. Ég dey hvort sem er“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 05:20

J.K. Rowling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski metsöluhöfundurinn J.K. Rowling segist ekki ganga um og hafa áhyggjur af hvernig verður munað eftir henni að henni genginni.

Þetta sagði hún í hlaðvarpinu „The Witch Trials of J.K. Rowling“ sem var sett í loftið á þriðjudaginn.

Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um Harry Potter, hefur á síðustu árum verið gagnrýnd harðlega fyrir ummæli sín um transfólk.

„Ég geng ekki um heima hjá mér og hugsa um eftirmæli mitt. Það væri hrokafullt að lifa lífinu þannig. Að ganga um og hugsa: „Hvernig verður eftirmæli mitt?“ Skiptir engu. Ég dey hvort sem er. Ég hugsa um nútímann. Ég hugsa um það sem er lifandi,“ sagði hún.

Hlaðvarpið er í sjö þáttunum og samanstendur af samtölum Rowling og Megan Phelps-Roper.

Phelps-Roper var áður félagi í trúarsöfnuðinum Westboro Baptist Church sem er mjög íhaldssöm kirkja sem er þekkt fyrir öfgafullar skoðanir á þeim sem tilheyra LGTBQ-samfélaginu. Hún yfirgaf söfnuðinn 2021 og sagðist þá vera að yfirgefa líf með öfgasinnuðum trúarskoðunum. Hún hefur síðan tekið afstöðu gegn ummælum kirkjunnar um samkynhneigða.

Hún fékk Rowling til að taka þátt í hlaðvarpinu  í von um að „fá hennar sjónarhorn“ varðandi gagnrýnina á ummæli hennar um transfólk.

Rowling hefur ítrekað vísað því á bug að hún hafi eitthvað á móti transfólki.

En því eru margir ósamála, þar á meðal margir þeirra sem léku í myndunum um Harry Potter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram